Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Qupperneq 4

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Qupperneq 4
Tímarit Máls og menningar ræður lögum og lofum með „vizku“ sinni, konunnar sem hefur erft kunn- ustu galdrakvennanna, eða þess minni háttar andans manns sem hefur súrnað í eigin heimsku og máttleysi); eða er æskilegra að smíða sinn eigin heimsskilning í fullri vitund með gagnrýnni aðferð og því í samræmi við eigið hugvit og hugarstarf, kjósa sér sitt eigið athafnasvið, taka fullan þátt í að framleiða sögu heimsins, vera sjálfs sín leiðtogi í stað þess að taka með þolgæði við því móti sem umhverfið þvingar upp á persónuleikann. Atbugagrein 1. AS því er tekur til heimsskilningsins er maður alltaf áhang- andi ákveðins hóps, og þessi hópur inniheldur félagslegar einingar sem hugsa og starfa á sama hátt. Menn eru alltaf konformistar einhvers konformisma, menn eru alltaf fjöldamenni eða félagsverur. Viðfangsefnið er þetta: til hvaða sögulegrar teg- undar telst konformisminn, fjöldamennið sem einstaklingurinn hagar sér eftir? Þegar heimsskilningur hans er ekki gagnrýnn og sjálfum sér samkvæmur, heldur afsprengi hvers andartaks og af ýmsum toga, tilheyrir maðurinn samtímis mörgum hópum, persónuleiki hans er einkennilegur samtíningur: sækir sumt til hellabúanna og sumt til nýjusm vísinda, til fordóma allra söguskeiða og útkjálka og til þeirrar framtíðarheimspeki sem mannkynið eignast þegar það verður orðið ein heild. Að gagnrýna heimsskilning sjálfs sín þýðir þá það að ljá honum einingu og sam- kvæmni og hefja hann á það stig sem heimshugsunin hefur komizt lengst. Þá þýðir það einnig að gagnrýna alla heimspeki sem fram að þessu hefur orðið til, að svo miklu leyti sem hún hefur skilið eftir fastar myndanir í alþýðuspeki. Upphaf gagn- rýnisstarfsins verður vimndin um það hvað maður er raunverulega, sjálfsrannsókn sem tekur tii áhrifa hins sögulega ferlis sem hingað til hefur átt sér stað, og hefur skilið eftir í sérhverjum okkar ótal spor sem við höfum ekki neina skrá yfir. Slíka skrá þarf að semja á undan öliu öðru. Athugagrein 2. Ekki er hægt að skilja í sundur heimspekina og sögu heimspek- innar, menninguna og sögu menningarinnar. í beinusmm og raunhæfusmm skiln- ingi orðsins geta menn ekki verið heimspekingar, þ. e. a. s. haft gagnrýnan og sam- kvæman heimsskilning, nema þeir séu sér meðvitandi um sögulegt afstæði þess skiln- ings, það þróunarstig sem hann endurspeglar, og þá staðreynd að hann er í mótsögn við aðra skilningshætti. Heimsskilningur okkar svarar ákveðnum viðfangsefnum, sem eru afmörkuð og „upprunaleg" og eiga heima í nútímanum. Hvernig er hægt að gera sér grein fyrir nútíðinni, mjög afmarkaðri nútíð, með hugsunarhætti sem mótazt hefur í viðureign við viðfangsefni löngu liðinnar tíðar? Ef slíkt er gert, þá er það sökum þess að við erum „tímavilltir" á okkar eigin tíma, steingerv- ingar en ekki lifandi verur í heimi nútímans, eða að minnsta kosti einkennilega „samsettar" verur. Og það ber reyndar við að félagshópar sem að sumu leyti eru fulltrúar nútímans í hinu þróaðasta formi eru að öðru leyti á eftir samtímanum vegna félagslegrar stöðu sinnar og geta því ekki öðlazt algert sögulegt sjálfræði. Athugagrein 3. Ef rétt er að sérhvert tungumál geymi í sér frumþætti heims- skilnings og menningar, þá er einnig rétt að tungumál hvers og eins ber vitni um heimsskoðun hans, hvort hún er fjölhæf eða ósamsett. Þeir sem tala mállýzku eða 114
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.