Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 5
Inngangsfrœði heimspeki og sögulegrar efnishyggju
skilja þjóðtunguna miður vel, hljóta að eiga aðild að heimsskilningi sem er tak-
markaður og útkjálkalegur að meira eða minna leyti, stirðnaður, úreltur, andspænis
þeim stórstraumum hugsunarinnar sem bera með sér sögu heimsins. Ahugaefni
þeirra verða takmörkuð, varða að meira eða minna leyti þröng hagsmunamál og
afkomumöguleika, en eru ekki almenn. Það er ekki alltaf hægt að nema margar
erlendar tungur til þess að komast í snertingu við ýmislegar menningarheildir, en
menn verða að minnsta kosti að kunna vel sitt móðurmál. Meiriháttar menningar-
heild er hægt að túlka á tungumáli annarrar meiriháttar menningarheildar, þ. e. a. s.
þjóðtunga sem er auðug og fjölhæf af sögu sinni og arfi gemr flutt hvaða meiri-
háttar menningu sem er, hún gemr með öðrum orðum tjáð allan heiminn. En það
gemr mállýzka ekki gert.
Athugagrein 4■ Að skapa nýja menningu er ekki aðeins í því fólgið að gera
einstaklingsbundnar og „frumlegar" uppgötvanir, það er líka og einkum fólgið í
því að miðla með gagnrýni sannindum sem þegar hafa verið uppgötvuð, gera þau
að félagseign, gera þau að gmndvelli nauðsynlegra athafna, gera þau að samhæf-
ingarþátmm, að andlegum og siðferðilegum hvömm. Þegar fjöldinn lærir að gera
sér grein fyrir raunveruleik nútímans á sjálfum sér samkvæman og heillegan hátt,
er sá „heimspekilegi" ávinningur mun mikilvægari og frumlegri en uppgötvun nýs
sannleika gerð af heimspeki„snillingi“, sem smáhópar menntamanna eignast að-
gang að.
Tengsl milli brjóstvits, trúarbragða og beimspeki. Heimspekin er mennta-
grein, en það geta trúarbrögð og brjóstvit ekki verið. Athuga hvernig trúar-
brögð og brjóstvit eru ekki heldur samhliða, hvernig trúarbrögðin eru
einn þátmrinn af mörgum í brjóstvitinu. Annars er „brjóstvit“ safnheiti
engu síður en „trúarbrögð“: brjóstvit er ekki eitt og samt, því að það er
einnig afurð sögunnar og söguleg verðandi. Heimspekin er gagnrýni og
ofurlið trúarbragðanna og brjóstvitsins, og í þessum skilningi er hún sam-
ferða „skynsamlegu viti“ sem er ekki sama og brjóstvit.
Tengsl milli vísinda, trúarbragða og brjóstvits. Trúarbrögð og brjóstvit
er ekki unnt að telja menntagrein, af því að ekki er hægt að skapa úr
þeim einingu og samkvæmni, jafnvel ekki í vimnd einstaklingsins, hvað
þá heldur í vitund fjöldans; það er ekki hægt að skapa úr þeim einingu
og samkvæmni „af sjálfu sér“, en það er hægt með gerræðislegum aðferð-
um, og hefur verið gert innan vissra takmarka áður fyrr. Trúarbrögðin em
ekki skilin hér kirkjulegum skilningi, heldur litið á þau frá sjónarmiði
leikmannsins, þ. e. a. s. sem trúarlega einingu heimsskilnings og lífsreglna
sem eru í samræmi við þann skilning: en hví ætti þá að kalla þessa trúar-
einingu „trúarbrögð“ fremur en „hugmyndafræði" eða hreint og beint
„pólitík“?
115