Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 5
Inngangsfrœði heimspeki og sögulegrar efnishyggju skilja þjóðtunguna miður vel, hljóta að eiga aðild að heimsskilningi sem er tak- markaður og útkjálkalegur að meira eða minna leyti, stirðnaður, úreltur, andspænis þeim stórstraumum hugsunarinnar sem bera með sér sögu heimsins. Ahugaefni þeirra verða takmörkuð, varða að meira eða minna leyti þröng hagsmunamál og afkomumöguleika, en eru ekki almenn. Það er ekki alltaf hægt að nema margar erlendar tungur til þess að komast í snertingu við ýmislegar menningarheildir, en menn verða að minnsta kosti að kunna vel sitt móðurmál. Meiriháttar menningar- heild er hægt að túlka á tungumáli annarrar meiriháttar menningarheildar, þ. e. a. s. þjóðtunga sem er auðug og fjölhæf af sögu sinni og arfi gemr flutt hvaða meiri- háttar menningu sem er, hún gemr með öðrum orðum tjáð allan heiminn. En það gemr mállýzka ekki gert. Athugagrein 4■ Að skapa nýja menningu er ekki aðeins í því fólgið að gera einstaklingsbundnar og „frumlegar" uppgötvanir, það er líka og einkum fólgið í því að miðla með gagnrýni sannindum sem þegar hafa verið uppgötvuð, gera þau að félagseign, gera þau að gmndvelli nauðsynlegra athafna, gera þau að samhæf- ingarþátmm, að andlegum og siðferðilegum hvömm. Þegar fjöldinn lærir að gera sér grein fyrir raunveruleik nútímans á sjálfum sér samkvæman og heillegan hátt, er sá „heimspekilegi" ávinningur mun mikilvægari og frumlegri en uppgötvun nýs sannleika gerð af heimspeki„snillingi“, sem smáhópar menntamanna eignast að- gang að. Tengsl milli brjóstvits, trúarbragða og beimspeki. Heimspekin er mennta- grein, en það geta trúarbrögð og brjóstvit ekki verið. Athuga hvernig trúar- brögð og brjóstvit eru ekki heldur samhliða, hvernig trúarbrögðin eru einn þátmrinn af mörgum í brjóstvitinu. Annars er „brjóstvit“ safnheiti engu síður en „trúarbrögð“: brjóstvit er ekki eitt og samt, því að það er einnig afurð sögunnar og söguleg verðandi. Heimspekin er gagnrýni og ofurlið trúarbragðanna og brjóstvitsins, og í þessum skilningi er hún sam- ferða „skynsamlegu viti“ sem er ekki sama og brjóstvit. Tengsl milli vísinda, trúarbragða og brjóstvits. Trúarbrögð og brjóstvit er ekki unnt að telja menntagrein, af því að ekki er hægt að skapa úr þeim einingu og samkvæmni, jafnvel ekki í vimnd einstaklingsins, hvað þá heldur í vitund fjöldans; það er ekki hægt að skapa úr þeim einingu og samkvæmni „af sjálfu sér“, en það er hægt með gerræðislegum aðferð- um, og hefur verið gert innan vissra takmarka áður fyrr. Trúarbrögðin em ekki skilin hér kirkjulegum skilningi, heldur litið á þau frá sjónarmiði leikmannsins, þ. e. a. s. sem trúarlega einingu heimsskilnings og lífsreglna sem eru í samræmi við þann skilning: en hví ætti þá að kalla þessa trúar- einingu „trúarbrögð“ fremur en „hugmyndafræði" eða hreint og beint „pólitík“? 115
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.