Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 6
Tímarit Máls og menningar
Heimspekin í almennum skilningi er reyndar ekki til: það eru til ýmsar
heimspekistefnur eða heimsskoðanir og milli þeirra stendur valið. Hvernig
fer þetta val fram? Er þetta val einfaldlega háð ákvörðunum skynseminn-
ar eða eru flóknari öfl að verki? Og verður ekki oft vart mótsagnar milli
ákvarðana skynseminnar og hegðunarforma mannsins? Hver verður þá hin
raunverulega heimsskoðun: sú sem skynsemin heldur fram og styður með
rökum, eða sú sem kemur í ljós í hátterni hvers einstaklings, sú sem er
óbeint fólgin í athöfn hans? Og úr því að athöfnin er ævinlega pólitísk
athöfn, má þá ekki segja að raunveruleg heimspeki hvers og eins sé öll
saman fólgin í pólitík hans? Þessi mótsögn milli hugsunarinnar og athafn-
arinnar, þ. e. a. s. sambúð tveggja heimsskoðana, annarrar játaðrar í orði,
hinnar fólginnar í raunverulegum athöfnum, er ekki ævinlega að kenna
óheilindum. Oheilindi geta verið fullnægjandi skýring, þegar um er að
ræða einstaklinga eða jafnvel hópa, litla eða stóra; en sú skýring nægir
ekki þegar mótsögnin birtist í lífsháttum fjöldans: þá er hún óhjákvæmi-
lega afurð djúptækari árekstra af sögulegum og félagslegum toga. Þetta
þýðir að félagshópur (þó að hann eigi sjálfur heimsskilning, að vísu oft
ófullburða, sem kemur fram í athöfn, og því um stundarsakir, þ. e. a. s.
á þeim smndum þegar hópurinn hrærist sem lífræn heild) hefur, af and-
legri auðmýkt og ósjálfstæði, fengið að láni hjá öðrum hóp skoðun sem
er honum ekki eiginleg, og hann játar í orði og heldur sig fylgja, af því
hann fylgir henni á venjulegum tímum, m. ö. o. á tímum þegar framferði
hans er ekki sjálfstætt og sjálfrátt, heldur einmitt undirgefið og ósjálfstætt.
Því er ekki hægt að losa heimspekina frá pólitíkinni, og það er jafnvel
hægt að sýna fram á að val og gagnrýni heimsskilnings er einnig pólitísk
athöfn.
Það þarf því að útskýra hvernig á því stendur að alltaf eru til samtímis
mörg heimspekikerfi og heimspekistefnur, hvernig þau verða til, hvernig
þau breiðast út, hvernig þau fylgja í útbreiðslu sinni ákveðnum brotalín-
um og fara í ákveðnar áttir o. s. frv. Þetta sýnir hverja nauðsyn ber til að
safna saman í kerfisformi, með hjálp gagnrýnnar og sjálfri sér samkvæmr-
ar aðferðar, þeim skoðunum sem maður hefur á heiminum og lífinu. Þó
þarf að skilgreina nákvæmlega við hvað er átt með „kerfi“, svo að ekki
verði lagður í það orð skilningur orðhenglanna og prófessoranna. En þessa
upplýsingarstarfsemi verður að leysa af hendi og hún verður aðeins leyst
af hendi með tilvísun til heimspekisögunnar sem sýnir hvaða breyting-
um hugsunin hefur tekið í rás aldanna, og hvaða sameiginlegs átaks hugs-
116