Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 6
Tímarit Máls og menningar Heimspekin í almennum skilningi er reyndar ekki til: það eru til ýmsar heimspekistefnur eða heimsskoðanir og milli þeirra stendur valið. Hvernig fer þetta val fram? Er þetta val einfaldlega háð ákvörðunum skynseminn- ar eða eru flóknari öfl að verki? Og verður ekki oft vart mótsagnar milli ákvarðana skynseminnar og hegðunarforma mannsins? Hver verður þá hin raunverulega heimsskoðun: sú sem skynsemin heldur fram og styður með rökum, eða sú sem kemur í ljós í hátterni hvers einstaklings, sú sem er óbeint fólgin í athöfn hans? Og úr því að athöfnin er ævinlega pólitísk athöfn, má þá ekki segja að raunveruleg heimspeki hvers og eins sé öll saman fólgin í pólitík hans? Þessi mótsögn milli hugsunarinnar og athafn- arinnar, þ. e. a. s. sambúð tveggja heimsskoðana, annarrar játaðrar í orði, hinnar fólginnar í raunverulegum athöfnum, er ekki ævinlega að kenna óheilindum. Oheilindi geta verið fullnægjandi skýring, þegar um er að ræða einstaklinga eða jafnvel hópa, litla eða stóra; en sú skýring nægir ekki þegar mótsögnin birtist í lífsháttum fjöldans: þá er hún óhjákvæmi- lega afurð djúptækari árekstra af sögulegum og félagslegum toga. Þetta þýðir að félagshópur (þó að hann eigi sjálfur heimsskilning, að vísu oft ófullburða, sem kemur fram í athöfn, og því um stundarsakir, þ. e. a. s. á þeim smndum þegar hópurinn hrærist sem lífræn heild) hefur, af and- legri auðmýkt og ósjálfstæði, fengið að láni hjá öðrum hóp skoðun sem er honum ekki eiginleg, og hann játar í orði og heldur sig fylgja, af því hann fylgir henni á venjulegum tímum, m. ö. o. á tímum þegar framferði hans er ekki sjálfstætt og sjálfrátt, heldur einmitt undirgefið og ósjálfstætt. Því er ekki hægt að losa heimspekina frá pólitíkinni, og það er jafnvel hægt að sýna fram á að val og gagnrýni heimsskilnings er einnig pólitísk athöfn. Það þarf því að útskýra hvernig á því stendur að alltaf eru til samtímis mörg heimspekikerfi og heimspekistefnur, hvernig þau verða til, hvernig þau breiðast út, hvernig þau fylgja í útbreiðslu sinni ákveðnum brotalín- um og fara í ákveðnar áttir o. s. frv. Þetta sýnir hverja nauðsyn ber til að safna saman í kerfisformi, með hjálp gagnrýnnar og sjálfri sér samkvæmr- ar aðferðar, þeim skoðunum sem maður hefur á heiminum og lífinu. Þó þarf að skilgreina nákvæmlega við hvað er átt með „kerfi“, svo að ekki verði lagður í það orð skilningur orðhenglanna og prófessoranna. En þessa upplýsingarstarfsemi verður að leysa af hendi og hún verður aðeins leyst af hendi með tilvísun til heimspekisögunnar sem sýnir hvaða breyting- um hugsunin hefur tekið í rás aldanna, og hvaða sameiginlegs átaks hugs- 116
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.