Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Qupperneq 7

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Qupperneq 7
Inngangsfrœði heimspeki og sögulegrar efnishyggju unaraðferð nútímans hefur krafizt. Sú hugsunaraðferð er útdráttur og sam- safn allrar þessarar liðnu sögu, einnig mistaka hennar og óráðstiltækja. Ekki er heldur hægt að fullyrða að þessi mistök og óráðstiltæki kunni ekki að endurtaka sig nú á tímum og útheimta leiðréttingar, enda þótt þau heyri til liðnum tíma og hafi þegar verið leiðrétt. Hvaða hugmynd gerir alþýða sér um heimspeki? Þá hugmynd má greina í algengum orðatiltækjum. Mjög algengt er orðatiltækið „að taka hlutun- um heimspekilega“, og við nánari aðgæzlu virðist ekki ástæða til að for- dæma það orðatiltæki gjörsamlega. Að sönnu hvemr þetta orðatiltæki óbeinlínis til uppgjafar og þolinmæði, en samt sýnist höfuðboðskapur þess vera hvatning til íhugunar, til að gera sér þess grein að viðburðirnir eru í rauninni skiljanlegir með skynseminni og að þannig beri að líta á þá, með því að einbeita skynsemiskröftum sínum, en láta ekki ósjálfráðar og sterkar tilfinningar hrekja sig af leið. Unnt ætti að vera að flokka þessi alþýðlegu orðatiltæki með svipuðum orðatiltækjum alþýðlegra rithöfunda, með því að fletta upp á orðunum „heimspeki“ og „heimspekilegur“ í stórri orða- bók, og þá mun koma í ljós að þessi orðatiltæki þýða einmitt það að menn vinni bug á dýrslegum og frumstæðum ástríðum í þágu þess skilnings á nauðsyninni sem fær athöfnum manna meðvitaða stefnu. Þetta er hinn heilbrigði kjarni brjóstvitsins, það sem mætti einmitt kalla „skynsamlegt vit“, og leggja þyrfti rækt við og gera heillegra og sjálfu sér samkvæm- ara. Það er því auðséð að af þessum sökum einnig er örðugt að greina svokallaða „vísindalega" heimspeki frá þeirri heimspeki sem kölluð er „alþýðleg“ og er ekki annað en safn ósamstæðra hugmynda og skoðana. Þá er komið að mjög mikilvægu viðfangsefni sem sérhver heimsskoðun eða heimspeki, sem orðin er menningarhreyfing, „trú“, „trúarbrögð", verð- ur að fást við. Hér er um það að ræða að varðveita hugmyndalega einingu í allri félagsheildinni, sem sækir einmitt styrk og samstöðu í þessa hug- myndafræði. Þróttur trúarbragðanna og katólsku kirkjunnar sér í lagi hefur verið og er fólginn í því að gera sér fullkomna grein fyrir nauðsyn kenningarlegrar einingar meðal hins „trúaða“ fjölda, og að berjast gegn því að æðri menntastéttir félagsheildarinnar slitni frá hinum lægri. Róm- verska kirkjan hefur ævinlega barizt af þrautseigju gegn því að tvenns- konar trúarbrögð mynduðust: trúarbrögð menntaðra manna á annan bóg- inn og trúarbrögð „einfaldra sálna“ á hinn bóginn.1 1 Hér er sleppt úr hálfri annarri síðu þar sem Gramsci ræðir þessa spurningu nánar, með tilvísun til Benedetto Croce og fleiri ítalskra heimspekinga, reynsl- 117
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.