Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 8
Tímarit Máls og menntngar Praxis-heimspekin hlýtur í byrjun að koma fram í ádeilu- og gagnrýnis- formi, sem reikningsskil við þann hugsunarhátt sem ríkir og þá hluttæku hugsun sem fyrir er (eða þann menningarheim sem fyrir er). Þessvegna framar öllu sem gagnrýni á „brjóstvitinu“ (eftir að hafa stuðzt við „brjóst- vitið“ til að sanna að „allir“ menn séu heimspekingar, og að ekki er um það að ræða að smeygja spánýrri fræði inn í einstaklingslíf „allra manna“ heldur að endurnýja starfsemi sem fyrir var og gera hana gagnrýna), og ennfremur sem gagnrýni á heimspeki menntamanna sem hefur getið af sér sögu heimspekinnar, og getur að svo mildu leyti sem hún er einstakl- ingsbundin (og hún þróast einmitt aðallega fyrir starfsemi sérstaklega gáf- aðra einstaklinga) verið skoðuð sem framfarabroddur brjóstvitsins, að minnsta kosti brjóstvits hinna bezt menntu og síðan einnig brjóstvits al- þýðunnar. Því ætti undirbúningur að rannsókn heimspekinnar að vera fólginn í því að draga saman í eina heild þau vandamál sem þróunarferli menningarinnar getur af sér, - en það þróunarferli endurspeglast ekki nema að nokkru leyti í sögu heimspekinnar. Eigi að síður verður saga heimspekinnar helzta heimildin (með því að saga brjóstvitsins verður ekki sögð sökum heimildaskorts) fyrir þá sem taka sér fyrir hendur að kanna þessi vandamál, sýna hvaða raunverulegt gildi þau hafa, ef nokkurt, eða þá merkingu sem þau hafa haft, sem hlekkir í keðju, og skilgreina raun- veruleg og ný vandamál, og þau form sem gömul vandamál taka nú á sig. Sambandinu milli „æðri“ heimspeki og brjóstvits er komið á af pólitík- inni, á sama hátt og pólitíkin sér um að viðhalda sambandi milli katólsku lærðra manna og katólsku hinna „einföldu sálna“. Mismunurinn á þess- um hliðstæðum skiptir þó höfuðmáli. Sú staðreynd að kirkjan þarf að kljást við „einfaldar sálir“ þýðir að klofningur hefur orðið í samfélagi trúaðra. A þessum klofningi er ekki hægt að ráða bót með því að lyfta hinum „einföldu“ í hæð hinna lærðu (kirkjan setur sér ekki einusinni þetta markmið, bæði hugmyndalega og fjárhagslega er það henni mjög um megn nú), heldur með því að leggja agahömlur á hina lærðu til þess að þeir unnar af lýðháskólunum o. s. frv. Hugleiðingum hans um þetta efni lýkur svo: „Vér komum aftur að sömu spurningunni: getur heimspekihreyfing því aðeins talizt gild að hún leitist við að móta sérhæfða menningu, sem sé ætluð afmörk- uðum hópum menntamanna, eða er hún ekki nafnsins verð nema hún gæti þess ævinlega, - í viðleitni sinni að móta hugsun sem sé æðri brjóstvitinu og fræði- lega samkvæm sjálfri sér, - að halda tengslum við hinar „einföldu sálir", og sæki meira að segja í þessi tengsl þau vandamál sem ber að rannsaka og finna lausn á? Aðeins fyrir þessi tengsl verður heimspeki „söguleg“ og „lifandi“.“ 118
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.