Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 8
Tímarit Máls og menntngar
Praxis-heimspekin hlýtur í byrjun að koma fram í ádeilu- og gagnrýnis-
formi, sem reikningsskil við þann hugsunarhátt sem ríkir og þá hluttæku
hugsun sem fyrir er (eða þann menningarheim sem fyrir er). Þessvegna
framar öllu sem gagnrýni á „brjóstvitinu“ (eftir að hafa stuðzt við „brjóst-
vitið“ til að sanna að „allir“ menn séu heimspekingar, og að ekki er um
það að ræða að smeygja spánýrri fræði inn í einstaklingslíf „allra manna“
heldur að endurnýja starfsemi sem fyrir var og gera hana gagnrýna), og
ennfremur sem gagnrýni á heimspeki menntamanna sem hefur getið af
sér sögu heimspekinnar, og getur að svo mildu leyti sem hún er einstakl-
ingsbundin (og hún þróast einmitt aðallega fyrir starfsemi sérstaklega gáf-
aðra einstaklinga) verið skoðuð sem framfarabroddur brjóstvitsins, að
minnsta kosti brjóstvits hinna bezt menntu og síðan einnig brjóstvits al-
þýðunnar. Því ætti undirbúningur að rannsókn heimspekinnar að vera
fólginn í því að draga saman í eina heild þau vandamál sem þróunarferli
menningarinnar getur af sér, - en það þróunarferli endurspeglast ekki
nema að nokkru leyti í sögu heimspekinnar. Eigi að síður verður saga
heimspekinnar helzta heimildin (með því að saga brjóstvitsins verður ekki
sögð sökum heimildaskorts) fyrir þá sem taka sér fyrir hendur að kanna
þessi vandamál, sýna hvaða raunverulegt gildi þau hafa, ef nokkurt, eða
þá merkingu sem þau hafa haft, sem hlekkir í keðju, og skilgreina raun-
veruleg og ný vandamál, og þau form sem gömul vandamál taka nú á sig.
Sambandinu milli „æðri“ heimspeki og brjóstvits er komið á af pólitík-
inni, á sama hátt og pólitíkin sér um að viðhalda sambandi milli katólsku
lærðra manna og katólsku hinna „einföldu sálna“. Mismunurinn á þess-
um hliðstæðum skiptir þó höfuðmáli. Sú staðreynd að kirkjan þarf að
kljást við „einfaldar sálir“ þýðir að klofningur hefur orðið í samfélagi
trúaðra. A þessum klofningi er ekki hægt að ráða bót með því að lyfta
hinum „einföldu“ í hæð hinna lærðu (kirkjan setur sér ekki einusinni þetta
markmið, bæði hugmyndalega og fjárhagslega er það henni mjög um megn
nú), heldur með því að leggja agahömlur á hina lærðu til þess að þeir
unnar af lýðháskólunum o. s. frv. Hugleiðingum hans um þetta efni lýkur svo:
„Vér komum aftur að sömu spurningunni: getur heimspekihreyfing því aðeins
talizt gild að hún leitist við að móta sérhæfða menningu, sem sé ætluð afmörk-
uðum hópum menntamanna, eða er hún ekki nafnsins verð nema hún gæti þess
ævinlega, - í viðleitni sinni að móta hugsun sem sé æðri brjóstvitinu og fræði-
lega samkvæm sjálfri sér, - að halda tengslum við hinar „einföldu sálir", og sæki
meira að segja í þessi tengsl þau vandamál sem ber að rannsaka og finna lausn á?
Aðeins fyrir þessi tengsl verður heimspeki „söguleg“ og „lifandi“.“
118