Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 10
Tímarit Máls og menningar ræðisstefna af andstæðum áttum, fyrst á sviði siðfræðinnar, síðan á sviði stjórnmálanna, sú barátta leiðir til fullkomnari gerðar þeirrar vitundar sem maður hefur sjálfur um veruleikann. Vitundin um að vera þáttur af ákveðnu forræðisafli (þ. e. a. s. hin pólitíska vitund) er fyrsti áfanginn á leiðinni til stígandi sjálfsvitundar þar sem kenning og athöfn sameinast að lokum. Jafnvel eining kenningar og athafnar er ekki staðreynd sem verður til sjálfkrafa, heldur söguleg verðandi, sem hefur átt sitt frumstæða byrjunarskeið í hálfmeðvitaðri tilfinningu „fremdar“, „sérstöðu“, „sjálf- stæðis“, og þróast upp í raunveruleg og fullkomin umráð yfir samkvæm- um og heillegum heimsskilningi. Þessvegna ber að leggja áherzlu á hvernig pólitísk þróun forræðishugtaksins er til marks um mikinn heim- spekilegan ávinning, svo ekki sé talað um hagnýta pólitíska hlið þess, af því að það framkallar og útheimtir andlega og siðfræðilega einingu í sam- ræmi við raunveruleikaskilning sem hefur lagt brjóstvitið að baki og er orðinn gagnrýnn, þó innan þröngra takmarka. Eigi að síður er það rétt að í nýjustu ritum praxisheimspekinnar er ekki rýnt djúpt í einingarhugtak kenningar og athafnar heldur er skilgreining þess aðeins á byrjunarstigi, leifar ólífrænnar hugsunar eru þar enn, úr því talað er um fræðikenninguna sem „viðbót“ og „anga“ athafnarinnar, um fræðikenninguna sem ambátt athafnarinnar. Réttmætt virðist að líta á þetta málefni sögulega, það er að segja sem þátt af pólitískri vitund menntamanna. Gagnrýn sjálfsvitund þýðir í sögulegum og pólitískum skilningi sköpun „úrvalshóps“ menntamanna. Hópur manna ber ekki af og verður ekki sjálfstæður „af sjálfum sér“, án þess að skipuleggja sig (í víðum skilningi), og ekkert skipulagt félag er til án lærðra manna, þ. e. a. s. án skipuleggjenda og stjórnenda, — án þess að hinn fræðilegi þáttur samstæðunnar kenning-athöfn komi skýrt fram í hópi manna sem eru „sérhæfðir“ í andlegu og heimspekilegu starfi. En þessi mótun lærðra manna er seinlegt og erfitt verk og fullt af mótsögnum, þar skiptist á fram- sókn og undanhald, sundrung og samfylking, og „tryggð“ fjöldans verður stundum að þola örðuga raun (en tryggðin og aginn eru í upphafi það form sem þátttaka fjöldans og samvinna í þróun gervallrar menningar- starfseminnar tekur á sig). Þróunarferlið er tengt díalektískum samskipt- um menntamanna og alþýðu; lag menntamanna þróast á breidd og dýpt, en sérhvert tilhiaup í áttina að nýju „víðfeðmi“ og nýrri fjölbreytni menntamanna er tengt hliðstæðri hreyfingu hins óbreytta fjölda, sem rís til æðra menningarstigs og eykur um leið áhrifasvið sitt með framsókn 120
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.