Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Qupperneq 10
Tímarit Máls og menningar
ræðisstefna af andstæðum áttum, fyrst á sviði siðfræðinnar, síðan á sviði
stjórnmálanna, sú barátta leiðir til fullkomnari gerðar þeirrar vitundar sem
maður hefur sjálfur um veruleikann. Vitundin um að vera þáttur af
ákveðnu forræðisafli (þ. e. a. s. hin pólitíska vitund) er fyrsti áfanginn á
leiðinni til stígandi sjálfsvitundar þar sem kenning og athöfn sameinast
að lokum. Jafnvel eining kenningar og athafnar er ekki staðreynd sem
verður til sjálfkrafa, heldur söguleg verðandi, sem hefur átt sitt frumstæða
byrjunarskeið í hálfmeðvitaðri tilfinningu „fremdar“, „sérstöðu“, „sjálf-
stæðis“, og þróast upp í raunveruleg og fullkomin umráð yfir samkvæm-
um og heillegum heimsskilningi. Þessvegna ber að leggja áherzlu á
hvernig pólitísk þróun forræðishugtaksins er til marks um mikinn heim-
spekilegan ávinning, svo ekki sé talað um hagnýta pólitíska hlið þess, af
því að það framkallar og útheimtir andlega og siðfræðilega einingu í sam-
ræmi við raunveruleikaskilning sem hefur lagt brjóstvitið að baki og er
orðinn gagnrýnn, þó innan þröngra takmarka.
Eigi að síður er það rétt að í nýjustu ritum praxisheimspekinnar er ekki
rýnt djúpt í einingarhugtak kenningar og athafnar heldur er skilgreining
þess aðeins á byrjunarstigi, leifar ólífrænnar hugsunar eru þar enn, úr því
talað er um fræðikenninguna sem „viðbót“ og „anga“ athafnarinnar, um
fræðikenninguna sem ambátt athafnarinnar. Réttmætt virðist að líta á
þetta málefni sögulega, það er að segja sem þátt af pólitískri vitund
menntamanna. Gagnrýn sjálfsvitund þýðir í sögulegum og pólitískum
skilningi sköpun „úrvalshóps“ menntamanna. Hópur manna ber ekki af
og verður ekki sjálfstæður „af sjálfum sér“, án þess að skipuleggja sig
(í víðum skilningi), og ekkert skipulagt félag er til án lærðra manna, þ. e.
a. s. án skipuleggjenda og stjórnenda, — án þess að hinn fræðilegi þáttur
samstæðunnar kenning-athöfn komi skýrt fram í hópi manna sem eru
„sérhæfðir“ í andlegu og heimspekilegu starfi. En þessi mótun lærðra
manna er seinlegt og erfitt verk og fullt af mótsögnum, þar skiptist á fram-
sókn og undanhald, sundrung og samfylking, og „tryggð“ fjöldans verður
stundum að þola örðuga raun (en tryggðin og aginn eru í upphafi það
form sem þátttaka fjöldans og samvinna í þróun gervallrar menningar-
starfseminnar tekur á sig). Þróunarferlið er tengt díalektískum samskipt-
um menntamanna og alþýðu; lag menntamanna þróast á breidd og dýpt,
en sérhvert tilhiaup í áttina að nýju „víðfeðmi“ og nýrri fjölbreytni
menntamanna er tengt hliðstæðri hreyfingu hins óbreytta fjölda, sem rís
til æðra menningarstigs og eykur um leið áhrifasvið sitt með framsókn
120