Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 12
Tímarit Máls og menningar viljinn í rauninni síður en svo óvirkur, hann tekst beinlínis á við „vald hlutanna“, en reyndar eins og á laun, eins og hann blygðist sín, og af því leiðir mótsagnir þeirrar vitundar sem skortir gagnrýna einingu o. s. frv. En þegar „undirtyllan“ verður stjórnandi og ábyrgur fyrir efnahagsstarfi heild- arinnar, kemur að því að þessi hugsanagangur verði bráð hætta, og þá fer fram endurskoðun alls hugmyndakerfisins vegna þess að orðin er breyting á lífshátmm þjóðfélagsins. Hversvegna herðir „vald hlutanna“ fjötra sína þá fastar? Það er vegna þess að þó að undirtyllan hafi áður verið hlumr, er hún ekki lengur hlumr, heldur sögulegur persónuleiki; í gær var hún ábyrgðarlaus af því hún var í andstöðu við annarlegan vilja, en í dag finnst henni að hún sé ábyrg af því hún er ekki lengur í andófi, heldur frumkvöðull, gerandi og framkvæmandi. En var hún áður aðeins „andóf“. aðeins „hlumr“, aðeins „ábyrgðarleysi“? Áreiðanlega ekki; það verður ein- mitt að leggja áherzlu á það að örlagahyggjan hefur aðeins það hlutverk að dylja veikleika starfandi og raunverulegs vilja. Þessvegna verður alltaf að sýna fram á einskisnýti hinnar vélgengu nauðshyggju, hún er að vísu auðskýrð sem einföld fjöldaheimspeki, og sem slík en aðeins sem slík er hún óbeinn styrkleiki. En þegar litið er á hana af menntamönnum sem yfirvegaða og sjálfri sér samkvæma heimspeki leiðir hún til aðgerðaleysis og bjánalegrar sjálfsánægju. Á þetta verður að benda enda þótt undirtyllan sé orðin ábyrgur stjórnandi. Nokkur hluti fjöldans - enda þótt hann sé undirtyllur - er ævinlega ábyrgir stjórnendur, og heimspeki eins hluta kemur alltaf á undan heimspeki heildarinnar, ekki aðeins sem fræðileg spá heldur sem brýn nauðsyn. [Eftir Antonio Gramsci hafa áður birzt í Tímariti Máls og menningar fáein brot um bókmenntir og gagnrýni (2. hefti 1961, bls. 135—139), ásamt dálitlum for- mála um líf og starf Gramsci. I bók Jóhanns Páls Árnasonar, Þcettir úr sögu sósísal- ismans, er gerð nokkur grein fyrir pólitískri kenningu Gramsci, og í tímaritinu Kommúnistanum hafa verið þýddar eftir hann greinar. Brotin hér að framan eru úr fangelsisritum Gramsci, og virðast vera rituð 1932. Lesendur fangelsisritanna verða ævinlega að hafa í huga við hvaða kringumstæður þau rit urðu til, að Gramsci var ekki að skrifa til að gefa út, heldur fyrst og fremst að setja á pappír- inn athugasemdir fyrir sjálfan sig eins og greinilega kemur fram í rithættinum; og stundum þurfti hann að gæta sín að skrifa ekki of bert, því alitaf var hætta á að fangaverðirnir færu að grúska í blöðin hans. Þannig er t. d. talið að sé tilkomin notkun hans á orðinu „praxis-heimspeki“, sem flestir álíta að þýði einfaldlega „marxismi". — S. D.] 122
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.