Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Qupperneq 12
Tímarit Máls og menningar
viljinn í rauninni síður en svo óvirkur, hann tekst beinlínis á við „vald
hlutanna“, en reyndar eins og á laun, eins og hann blygðist sín, og af því
leiðir mótsagnir þeirrar vitundar sem skortir gagnrýna einingu o. s. frv. En
þegar „undirtyllan“ verður stjórnandi og ábyrgur fyrir efnahagsstarfi heild-
arinnar, kemur að því að þessi hugsanagangur verði bráð hætta, og þá fer
fram endurskoðun alls hugmyndakerfisins vegna þess að orðin er breyting
á lífshátmm þjóðfélagsins. Hversvegna herðir „vald hlutanna“ fjötra sína þá
fastar? Það er vegna þess að þó að undirtyllan hafi áður verið hlumr, er
hún ekki lengur hlumr, heldur sögulegur persónuleiki; í gær var hún
ábyrgðarlaus af því hún var í andstöðu við annarlegan vilja, en í dag
finnst henni að hún sé ábyrg af því hún er ekki lengur í andófi, heldur
frumkvöðull, gerandi og framkvæmandi. En var hún áður aðeins „andóf“.
aðeins „hlumr“, aðeins „ábyrgðarleysi“? Áreiðanlega ekki; það verður ein-
mitt að leggja áherzlu á það að örlagahyggjan hefur aðeins það hlutverk
að dylja veikleika starfandi og raunverulegs vilja. Þessvegna verður alltaf
að sýna fram á einskisnýti hinnar vélgengu nauðshyggju, hún er að vísu
auðskýrð sem einföld fjöldaheimspeki, og sem slík en aðeins sem slík er
hún óbeinn styrkleiki. En þegar litið er á hana af menntamönnum sem
yfirvegaða og sjálfri sér samkvæma heimspeki leiðir hún til aðgerðaleysis
og bjánalegrar sjálfsánægju. Á þetta verður að benda enda þótt undirtyllan
sé orðin ábyrgur stjórnandi. Nokkur hluti fjöldans - enda þótt hann sé
undirtyllur - er ævinlega ábyrgir stjórnendur, og heimspeki eins hluta
kemur alltaf á undan heimspeki heildarinnar, ekki aðeins sem fræðileg
spá heldur sem brýn nauðsyn.
[Eftir Antonio Gramsci hafa áður birzt í Tímariti Máls og menningar fáein brot
um bókmenntir og gagnrýni (2. hefti 1961, bls. 135—139), ásamt dálitlum for-
mála um líf og starf Gramsci. I bók Jóhanns Páls Árnasonar, Þcettir úr sögu sósísal-
ismans, er gerð nokkur grein fyrir pólitískri kenningu Gramsci, og í tímaritinu
Kommúnistanum hafa verið þýddar eftir hann greinar. Brotin hér að framan eru
úr fangelsisritum Gramsci, og virðast vera rituð 1932. Lesendur fangelsisritanna
verða ævinlega að hafa í huga við hvaða kringumstæður þau rit urðu til, að
Gramsci var ekki að skrifa til að gefa út, heldur fyrst og fremst að setja á pappír-
inn athugasemdir fyrir sjálfan sig eins og greinilega kemur fram í rithættinum;
og stundum þurfti hann að gæta sín að skrifa ekki of bert, því alitaf var hætta á
að fangaverðirnir færu að grúska í blöðin hans. Þannig er t. d. talið að sé tilkomin
notkun hans á orðinu „praxis-heimspeki“, sem flestir álíta að þýði einfaldlega
„marxismi". — S. D.]
122