Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 23
hvernig skal þá Ijóð kveða?“
Varst það þú, sem lézt son þinn á krossinum kveljast,
og kúgaðan þræl fyrir peninga seljast?
Varst það þú, sem lézt maðkinn á önglinum engjast,
og óvitans höfuð á steininn slengjast?
Varst það þú, sem tókst brauðið frá börnunum ungu,
og byrlaðir tæringu í þeirra lungu?
Varst það þú?1
Enda þótt hér beri ýmsar sýnir fyrir augu er myndsköpun í ljóðum af
þessu tagi einatt aukaatriði. Nýstárlegar myndhverfingar eru líka fágætar
og aðrar líkingar til mikilla muna hefðbundnar, sömuleiðis tákn og per-
sónugervingar. Skáld innrætingarinnar lætur fagurkerasjónarmið gjarnan
þoka, Ijóð hans hefur engin undirmál, heldur þá merkingu eina sem öllum
megi vera fullljós; því brýnna erindi sem skáldið á við lesandann því minni
umbúðir.
Með Sjödœgru skiptir Jóhannes úr Kötlum ekki um lífsskoðun heldur
skáldlegan skoðunarhátt og efnistök. I stað þess að prédika tekur hann að
virða fyrir sér öll þau ósköp sem gerst höfðu og gengu á í heimi hans.
Og honum verður meira í mun að sýna en segja. I staðinn fyrir hljóm-
gleði hins gamla brags kemur sjóngleði nútímaljóðsins. Skáldið tekur að
yrkja fyrir augað, hugskotssjónir lesanda, gerir myndina að tjáningarmiðli
og læmr hana tala. En slík breyting krafðist nýs ljóðmáls. Sá mikli forði
hugmyndaheita sem Jóhannes hafði löngum haft á hraðbergi, svo sem
frelsi, kúgun, réttlæti, þrá, samhyggja, köllun, sannleikur, fátækt, drauma-
ríki, ásælni, ábyrgð - svo að teknir séu í lófann nokkrir dropar úr sjónum
- þessi orðgnótt varð að meira eða minna leyti óþörf og hlaut að þoka
fyrir hluttækum orðum sem henmðu myndgervingum hins nýja ljóðs og
sýndu okkur hugmyndaheim skáldsins í betri birm. Samt er orðafar póetisk-
ara en fyrr, myndmál og táknmál frumlegra og auðugra. Af heiðinni Sjö-
dægru er langt til bæja og smndum er líkt og horft sé á veruleikann úr
nokkurri firð svo blánar fyrir. Stormar og hlé skiptast á, heiðríkja og sorti,
þar sem raunir hinna hrjáðu sækja að skáldinu sem löngum endranær.
Flest þau einkenni sem nú voru talin eru skýr í Nceturróðri:
Grár nökkvi mjakast yfir hið botnlausa djúp
gegnum endalausa nóttina:
vér kóngsþrælar vér krossþrælar dýfum árunum sem í bik
— þungur er vor róður.
1 Ljóðasafn I, bls. 257.
133