Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 31
í Manítóba „Hvað heitirðu?“ „Elliot Household.“ „Ég er ekki vanur að ráða Indíána.“ Andlitið á Elliot var svipbrigðalaust. Rúna kom fram í dyragættina fyrir aftan mann sinn. Sólin var að fika sig upp fyrir trjátoppana, birtan frá henni var dauf og gráleit. „Heldurðu þú getir veitt fisk?“ „Já.“ Valdi togaði í vörina. „Ég skal ráða þig kauplaust,“ sagði hann að lok- um. „En þú skalt fá hlut. Við tökum 70 prósent en þú færð 30. Ég geri upp síðasta dag vertíðar þegar netin hafa verið tekin upp. Þú færð mat og bedda til að sofa á.“ „Samþykkt.“ Tilboðið var ósanngjarnt og samþykkið kom á óvart. Til að fela furðu sína gekk Valdi rösklega í áttina að geymsluskúrnum, sem stóð við hliðina á eldaskúrnum. Elliot stóð á fætur og fylgdi honum. Skúrinn var glugga- laus, svo Valdi skildi dyrnar eftir í hálfa gátt svo þeir sæju til. Veiðarfæri til vetrarveiða lágu í óreiðu á gólfinu. „Þú getur tekið þetta saman og búið um þig hérna. Það eru beddar og dýnur þarna á bak við.“ Hann sneri sér við í dyrunum og bætti við: „En snertu ekki á vistunum.“ Þegar Valdi kom aftur inn í eldaskálann fékk hann sér sæti og starði út um gluggann. Augu hans staðnæmdust við dautt birkitré. Rúna var að prjóna. Grannir fingur hennar flögruðu fram og aftur í taktföstum dansi. Glamrið í prjónunum var reglubundið og það var eins og þeir hreyfðust viðstöðulaust. Þótt hugurinn væri víðsfjarri þá hreyfðust hendur hennar eins og væru þær sjálfráðar. Hún var að prjóna þykka ullar- vettlinga fyrir vetrarvertíðina. Valda var það mjög á móti skapi að hún prjónaði vettlingana, en peningaþörf þeirra var svo sár, að hann sat á sér og þagði. Hún spurði hann ekki hvað angraði hann. Hann hafði verið jafnlyndur og skapgóður þangað til fyrir ári, að hann fékk hjartamein, sem lagði hann í rúmið um þriggja mánaða skeið. En eftir það hafði hann stöðugt verið í vondu skapi, stundum mælti hann ekki orð af vörum í marga daga. Svo átti hann það til að rjúka upp í reiðikasti án nokkurs tilefnis. „Indíáninn lýgur,“ sagði hann loksins. „Hann er sigglaus í lófunum.“ Hann ók sér til í stólnum. „Búðu út nesti handa honum.“ 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.