Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 33
1 Manítóba sextán tíuneta trossur af smáriðnu. Þú færð tvær trossur. Líttu vel eftir þeim. Eg varð að veðsetja verið til að kaupa þær.“ Þegar Valdi hafði sýnt Elliot hvar hina trossuna af smáriðnu netunum væri að finna og hvar löglegu netin væru, fór Elliot með hann í land og sneri síðan aftur við út á vatnið og lauk við að vitja um netin. Þeir borðuðu kvöldmatinn þegjandi. Mennirnir voru ekki mælskir, en návist Elliots gerði þögnina bítandi og vandræðalega. Meðan þeir voru að borða bar Rúna inn eldivið að eldavélinni og fyllti vatnstunnuna neðan úr vatni. Við venjulegar aðstæður hefði hún haft eldhúshjálp til að sinna slíkum snúningum fyrir sig, en í ár varð að spara peninga svo hún gerði það sjálf. Þegar leið á vikuna versnaði veðrið, en þrátt fyrir það jókst aflinn. Það byrjaði með hægri golu, sem breyttist í kalda og síðan hvínandi vind, svo þungar, gráar öldur brotnuðu í fjörunni og fylltu loftið fíngerðum, köld- um úða. Við sunnudagsmatinn rauf Haraldur þögnina og sagði: „Hann heldur áfram að láta sjá sig þessi bölvaður sólfiskur. Eg er með fimm pundum meira af honum í netunum á hverjum degi. Við gæmm lent í göngu ef hann fer að leggjast í sunnanátt og þá fer allt í helvítis havarí.“ Valdi hafði tekið eftir sólfiskinum, en vegna þess að hann tímdi ekki að verða af aflanum einn einasta dag, þá vildi hann ekki láta taka netin upp. „Við látum netin vera. Það er orðið of framorðið fyrir sólfisk.“ „En hann heldur áfram að gera vart við sig.“ Haraldur þráaðist við og veifaði beinaberum fingri framan í Valda. Valdi virti hann ekki viðlits. Næsta dag var lágskýjað. Blakkir klakkar fóru hratt og tætingslega yfir himininn. Það var bálhvasst og vindurinn reif og sleit allt, sem hann náði í. Meðan mennirnir sátu yfir spilum klæddi Elliot sig í belgvíðar buxur og jakka. Hann setti upp dökkan, slútandi hatt, sem hann batt undir kverk. Þegar hann hafði klætt sig barðist hann á móti vindinum niður að dokk- inni. Hann stóð á bryggjubrúninni og taldi sekúndurnar á milli stórald- anna. Þegar sjöunda aldan brotnaði, tók hann sig til og hljóp í ökladjúpu vatninu eftir bryggjunni og stökk um borð í bát sinn, setti vélina í gang og stefndi beint í ölduna án þess að skeyta um rjúkandi löðrið, sem þyrl- 143
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.