Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Qupperneq 33
1 Manítóba
sextán tíuneta trossur af smáriðnu. Þú færð tvær trossur. Líttu vel eftir
þeim. Eg varð að veðsetja verið til að kaupa þær.“
Þegar Valdi hafði sýnt Elliot hvar hina trossuna af smáriðnu netunum
væri að finna og hvar löglegu netin væru, fór Elliot með hann í land og
sneri síðan aftur við út á vatnið og lauk við að vitja um netin.
Þeir borðuðu kvöldmatinn þegjandi. Mennirnir voru ekki mælskir, en
návist Elliots gerði þögnina bítandi og vandræðalega. Meðan þeir voru að
borða bar Rúna inn eldivið að eldavélinni og fyllti vatnstunnuna neðan úr
vatni. Við venjulegar aðstæður hefði hún haft eldhúshjálp til að sinna
slíkum snúningum fyrir sig, en í ár varð að spara peninga svo hún gerði
það sjálf.
Þegar leið á vikuna versnaði veðrið, en þrátt fyrir það jókst aflinn. Það
byrjaði með hægri golu, sem breyttist í kalda og síðan hvínandi vind, svo
þungar, gráar öldur brotnuðu í fjörunni og fylltu loftið fíngerðum, köld-
um úða.
Við sunnudagsmatinn rauf Haraldur þögnina og sagði: „Hann heldur
áfram að láta sjá sig þessi bölvaður sólfiskur. Eg er með fimm pundum
meira af honum í netunum á hverjum degi. Við gæmm lent í göngu ef
hann fer að leggjast í sunnanátt og þá fer allt í helvítis havarí.“
Valdi hafði tekið eftir sólfiskinum, en vegna þess að hann tímdi ekki
að verða af aflanum einn einasta dag, þá vildi hann ekki láta taka netin
upp.
„Við látum netin vera. Það er orðið of framorðið fyrir sólfisk.“
„En hann heldur áfram að gera vart við sig.“ Haraldur þráaðist við og
veifaði beinaberum fingri framan í Valda.
Valdi virti hann ekki viðlits.
Næsta dag var lágskýjað. Blakkir klakkar fóru hratt og tætingslega yfir
himininn. Það var bálhvasst og vindurinn reif og sleit allt, sem hann
náði í.
Meðan mennirnir sátu yfir spilum klæddi Elliot sig í belgvíðar buxur
og jakka. Hann setti upp dökkan, slútandi hatt, sem hann batt undir kverk.
Þegar hann hafði klætt sig barðist hann á móti vindinum niður að dokk-
inni. Hann stóð á bryggjubrúninni og taldi sekúndurnar á milli stórald-
anna. Þegar sjöunda aldan brotnaði, tók hann sig til og hljóp í ökladjúpu
vatninu eftir bryggjunni og stökk um borð í bát sinn, setti vélina í gang
og stefndi beint í ölduna án þess að skeyta um rjúkandi löðrið, sem þyrl-
143