Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 36
Tímarit Máls og menningar Ástarlíf þeirra hafði verið í molum á meðan hann var að ná sér eftir hjartakastið. Hann var hræddur um hana, því hann vissi að hann hafði ekki getað fullnægt henni. Hún yppti bara öxlum. „En ég get það ekki. Hann er sá eini, sem þénar okkur einhverja pen- inga.“ Hann þurrkaði yfir borðplötuna með hvítri hendinni, eins og hann væri að strjúka burtu brauðmola. „Ég verð að halda honum.“ Næstu daga reyndi hann að upphugsa einhverja leið til að breyta sam- komulaginu við Elliot, svo hann gæti borgað honum kaup í staðinn fyrir hlut. En allar leiðir virtust liggja til þess, að Elliot gæti hæglega farið til lögreglunnar eða veiðigæzlunnar og kært hann fyrir smáriðnu netin. Hann hallaði sér upp að eldhúsbekknum og horfði ólundarlega út á vatnið þegar Haraldur kom inn að fá sér kaffibolla. „Þú ættir að gefa honum betri gætur þessum Indíána,“ sagði Haraldur. „Ég held hann sé á eftir einhverju öðru en fiski.“ Áður en Valdi gæti spurt hann, hvað hann ætti við, kom Rúna inn. Tfún hafði verið úti í skógi að safna þurrum puntstráum. Hún bjó til borðskreytingar úr þeim á veturna, og seldi síðan í minjagripabúðirnar inni í bænum. Haraldar horfði ólundarlega á hana og sagði síðan: „Það er líklegast bezt að koma sér á stað. Ég þarf að lappa upp á nokkur net. Það skiptir svo sem ekki miklu máli, þegar maður hefur engan nornagaldurinn til að hjálpa sér.“ „Bíddu andartak," svaraði Valdi og flýtti sér að standa á fætur. „Ég þarf að líta eftir dálitlu. Ég ætla að verða þér samferða." Þegar þeir voru komnir út spurði Valdi: „Heldurðu að það sé eitthvað á milli Rúnu og Indíánans?" Haraldur yppti öxlum. „Það voru ekki mín orð. En hún var lengi að safna saman þessum stráum.“ Hann sá reiðina sjóða upp í Valda, svo hann flýtti sér að bæta við: „Kannski er þetta ekkert, hvað ætti Rúna að vilja hafa með hann að gera?“ Þegar Valdi kom til baka inn í eldaskálann stóðst hann ekki mátið, heldur gekk yfir að bekknum að skoða hvað Rúna væri að gera. Það var ekki mikið af stráum, sem hún var með, varla hálf karfa. „Þú hefur ekki fundið mikið,“ sagði hann og horfði á hana. Hún var lagleg stúlka, með ávalar mjaðmir og fallega fótleggi. Hann týndi nokkur strá af peysubaki hennar. 146
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.