Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Qupperneq 36
Tímarit Máls og menningar
Ástarlíf þeirra hafði verið í molum á meðan hann var að ná sér eftir
hjartakastið. Hann var hræddur um hana, því hann vissi að hann hafði
ekki getað fullnægt henni. Hún yppti bara öxlum.
„En ég get það ekki. Hann er sá eini, sem þénar okkur einhverja pen-
inga.“ Hann þurrkaði yfir borðplötuna með hvítri hendinni, eins og hann
væri að strjúka burtu brauðmola.
„Ég verð að halda honum.“
Næstu daga reyndi hann að upphugsa einhverja leið til að breyta sam-
komulaginu við Elliot, svo hann gæti borgað honum kaup í staðinn fyrir
hlut. En allar leiðir virtust liggja til þess, að Elliot gæti hæglega farið til
lögreglunnar eða veiðigæzlunnar og kært hann fyrir smáriðnu netin. Hann
hallaði sér upp að eldhúsbekknum og horfði ólundarlega út á vatnið þegar
Haraldur kom inn að fá sér kaffibolla.
„Þú ættir að gefa honum betri gætur þessum Indíána,“ sagði Haraldur.
„Ég held hann sé á eftir einhverju öðru en fiski.“
Áður en Valdi gæti spurt hann, hvað hann ætti við, kom Rúna inn.
Tfún hafði verið úti í skógi að safna þurrum puntstráum. Hún bjó til
borðskreytingar úr þeim á veturna, og seldi síðan í minjagripabúðirnar
inni í bænum.
Haraldar horfði ólundarlega á hana og sagði síðan: „Það er líklegast
bezt að koma sér á stað. Ég þarf að lappa upp á nokkur net. Það skiptir
svo sem ekki miklu máli, þegar maður hefur engan nornagaldurinn til að
hjálpa sér.“
„Bíddu andartak," svaraði Valdi og flýtti sér að standa á fætur. „Ég
þarf að líta eftir dálitlu. Ég ætla að verða þér samferða."
Þegar þeir voru komnir út spurði Valdi: „Heldurðu að það sé eitthvað
á milli Rúnu og Indíánans?"
Haraldur yppti öxlum. „Það voru ekki mín orð. En hún var lengi að
safna saman þessum stráum.“ Hann sá reiðina sjóða upp í Valda, svo hann
flýtti sér að bæta við: „Kannski er þetta ekkert, hvað ætti Rúna að vilja
hafa með hann að gera?“
Þegar Valdi kom til baka inn í eldaskálann stóðst hann ekki mátið,
heldur gekk yfir að bekknum að skoða hvað Rúna væri að gera. Það var
ekki mikið af stráum, sem hún var með, varla hálf karfa.
„Þú hefur ekki fundið mikið,“ sagði hann og horfði á hana. Hún var
lagleg stúlka, með ávalar mjaðmir og fallega fótleggi. Hann týndi nokkur
strá af peysubaki hennar.
146