Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 37
í Manítóba
Hún kippti til höfðinu til að sjá hvað hann væri að gera.
„Burstaðu á mér bakið. Það festist allt við mann þegar maður skríður
þarna inni í runnunum.“
„Borgar þetta sig?“ spurði hann. Hann strauk hendinni niður bak henn-
ar og fann að hún var brjóstahaldalaus. Hún vatt til öxlunum og færði sig
frá honum. „Sýnist þér það?“
Eftir þetta hafði Valdi nánari gæmr á henni, en varð ekki var við neitt
gmnsamlegt. Honum fannst hann vera að glata einhverju, svo hann tók
upp á því að halda sér vakandi, þar til hann var viss um að Rúna væri
sofnuð á undan honum. Stundum grúfði hann sig yfir hana og starði í
andlitið á henni til að sjá hvort hún Iéti sem hún svæfi. Þegar hann loks-
ins sofnaði svaf hann svo órótt, að hann hrökk upp við minnsta hávaða,
jafnvel þegar íkorni hljóp létt eftir þakinu.
Eini gesmrinn á vertíðinni, sem kom reglulega, var bílstjórinn á vöm-
bílnum, sem náði í fiskinn og kom með vistir til þeirra við og við. Dag
nokkurn þegar hann hafði lokið við að lesta bílinn afhenti hann Valda
bréf.
„Þetta er til Indíánans, sem vinnur hjá þér.“
Valdi lyfti upp bréfinu og reyndi að skyggna það en greindi ekki orða-
skil. Umslagið bar þess merki að bréfið væri frá Fangaeftirliti stjórnar-
innar í Manítóba.
„VeÍ2m hvað þetta er?“
„Eg veit ekki hvort ég má segja þér nokkuð,“ svaraði bílstjórinn og lét
braka valdsmannlega í hnúunum. „Má vera að þetta sé trúnaðarmál.“
„Nú, hann vinnur hjá mér, er það ekki? Ætli ég eigi ekki fullan rétt
á að vita þetta.“
Bílstjórinn lét afmr braka í hnúunum.
„Hann lenti í slagsmálum og stakk mann. Þeir setm hann inn og héldu
honum í eitt ár, en svo var honum nýlega sleppt á skilyrðum, af því hann
var að verða vitlaus. Hann þoldi ekki innilokunina. Hann reyndi að fyrir-
fara sér. Bréfið er til að minna hann á að hafa samband við eftirlitið þegar
vertíðinni lýkur.“
Þegar Elliot kom að landi, hitti Valdi hann við eldaskálann og lét hann
hafa bréfið.
„Mér er sagt að þú hafir stungið mann.“
„Hann byrjaði,“ svaraði Elliot.
„Hversvegna varstu þá settur inn?“
147