Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 39
I Manítóba „Nei!“ svaraði hún ákveðið. „Hversvegna ekki? Við höfum engu að tapa.“ „Eg tek ekki þátt í slíku. Við komumst af.“ „En þetta eru fimmhundruð dollarar,“ hélt hann áfram. Hann lækkaði róminn. „Fimmhundruð dollarar. Það myndi fleyta okkur yfir það versta þar til vetrarvertíðin byrjar. Eg þarf líka að borga þessi net, eins og þú veizt.“ Þetta sama kvöld hélt Rúna sig eins langt frá Elliot og hún gat, en Valdi glápti reiðilega á hana, þar til hún færði sig nær honum. Það eina, sem hún gat gert með mennina alla glápandi á sig, var að halla sér yfir hann um leið og hún rétti honum eftirmatinn. Þegar mennirnir voru farnir skipaði Valdi henni að fara út í geymsluskúr að ná í eitthvað. Hún flýtti sér út í skúrinn og náði í ullarhespu og flýtti sér svo inn afmr. „Hversvegna æptirðu ekki?“ spurði Valdi. „Hann gerði ekkert.“ Það sem eftir var vikunnar neitaði Rúna öllu samstarfi. En næsta mánu- dag heyrði hún á tal Haralds og Valda. Hún var að ná í eldivið og þeir voru hinumegin við viðarstaflann. „Eg veit það ekki,“ heyrði hún Harald segja. „Það er hættulegt.“ „En fimmtíu dollarar! Þú ættir nú að gera það fyrir ekki neitt, eins og þér er við hann. Þetta yrði að líta út sem slys.“ Rúnu langaði ekki til að heyra meira, svo hún læddist burtu. Um klukkustund eftir kvöldmat tók Rúna vatnsfötuna og fór út, en í stað þess að fara niður að vatninu þá lagði hún frá sér fömna og fór inn í geymsluskúrinn. Elliot lá á beddanum. Hún fór innar í skúrinn og lét sem hún væri að leita að einhverju í myrkrinu. Eftir smtta smnd kom hann til hennar með lampann svo hún sæi til. Andlit hans var slétt og mjúkt, augun virtust stærri en vanalega. Axlavöðvarnir voru harðir og strengdir eins og reipi. „Að hverju ertu að leita?“ spurði hann blíðlegri röddu. Rúna renndi hendinni niður blússubrjóstið og hneppti blússunni frá sér. Hún tók báð- um höndum um boðangana og fletti þeim frá. Hún tók um þá höndina, sem hann hafði lausa og dró hann að sér. Hann lagði lampann frá sér á hveitisekk. Eftir það þurfti ekki að hvetja hann, hann var ákafur og krefj- andi. Eftir fimm mínúmr var öllu lokið. Þegar hann losaði faðmlögin, settist hún upp og hallaði sér upp að pokastafla. Hvorugt þeirra hreyfði sig þangað til þau heyrðu eldaskálahurðina skella. Og þá æpti Rúna. Það var 149
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.