Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 40
Tímarit Máls og menningar
eins og henni hefði verið gefið merki. Elliot hrökk við í fyrstu. Hann starði
á hana, og hún æpti aftur.
„Eg er að koma,“ kallaði Valdi. Einhver í svefnskálanum vildi fá að vita
hvað gengi á. Elliot stökk á fætur og rauk á dyr. Hann kom beint í flasið
á Valda og þeir ultu saman út af dyrapallinum. Elliot reyndi að rífa sig
lausan, en Valdi ríghélt um fæturna á honum. Hann sló Valda tvisvar,
rétt ofan við hægra augað, og Valdi sleppti takinu. En það var of seint.
Aður en Elliot náði að rísa á fætur voru vinnumennirnir komnir og réðust
á hann og börðu hann í öngvit. Þegar hann hreyfði sig ekki lengur hættu
þeir að berja hann. Hann lá samanhnipraður með andlitið niður í moldina.
Rúna kom fram í dyrnar og Valdi sagði við hana: „Hvað gerðist?“ I
stað þess að svara hljóp hún fram hjá þeim og inn í eldaskálann.
Þeir báru Elliot inn og fleygðu honum á beddann.
„Við skulum líta eftir honum,“ bauð Haraldur. Hann hafði hruflað sig
illa á vinstri hendinni og saug hnúana til að ná óhreinindunum úr sárinu.
„Nei, ég skal vakta hann.“ Haraldur ætlaði að mótmæla, en Valdi
þaggaði niður í honum með því að segja: „Það var konan mín.“ Hann
kreppti hnefann og gaf til kynna hvað hann myndi gera. „Við höfum
ýmislegt að spjalla um meðan við bíðum.“
Valdi tók sér stöðu í dyragættinni. Hálftíma síðar varð hann var við
að Elliot hreyfði sig. Hann beið svolítið lengur og læddist síðan yfir að
eldaskálanum og beið þar. Elliot kom fram í dyrnar og steig varlega út
af dyrapallinum. Hann var með svefnpokann á herðunum og hélt á ferða-
töskunni. Hann reyndi að hlaupa en hrasaði og haltraði í hverju spori.
Líkami hans kipptist til af sársauka.
Valdi fór inn í eldaskálann. Rúna var að prjóna. Andlit hennar var
samanherpt og sviplaust.
„Er allt í lagi með þig?“ spurði Valdi.
„Já,“ svaraði hún án þess að líta upp.
„Eg hélt ekki þú myndir gera það. Eg var farinn að halda, að þér þætti
vænt um hann.“ Hún hélt áfram að prjóna.
Við morgunverðarborðið sagði hann hinum mönnunum, að hann hefði
sofnað á verðinum og Elliot komizt undan á flótta. Hann borgaði þeim
öllum tíu dollara fyrir hjálpina. Haraldi borgaði hann fimmtíu dollara
fyrir að taka upp net Elliots.
Þegar mennirnir voru farnir fékk hann sér sæti í horninu við borðið og
vermdi sig í morgunsólinni. Hálftíma síðar sagði Rúna:
150