Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 40
Tímarit Máls og menningar eins og henni hefði verið gefið merki. Elliot hrökk við í fyrstu. Hann starði á hana, og hún æpti aftur. „Eg er að koma,“ kallaði Valdi. Einhver í svefnskálanum vildi fá að vita hvað gengi á. Elliot stökk á fætur og rauk á dyr. Hann kom beint í flasið á Valda og þeir ultu saman út af dyrapallinum. Elliot reyndi að rífa sig lausan, en Valdi ríghélt um fæturna á honum. Hann sló Valda tvisvar, rétt ofan við hægra augað, og Valdi sleppti takinu. En það var of seint. Aður en Elliot náði að rísa á fætur voru vinnumennirnir komnir og réðust á hann og börðu hann í öngvit. Þegar hann hreyfði sig ekki lengur hættu þeir að berja hann. Hann lá samanhnipraður með andlitið niður í moldina. Rúna kom fram í dyrnar og Valdi sagði við hana: „Hvað gerðist?“ I stað þess að svara hljóp hún fram hjá þeim og inn í eldaskálann. Þeir báru Elliot inn og fleygðu honum á beddann. „Við skulum líta eftir honum,“ bauð Haraldur. Hann hafði hruflað sig illa á vinstri hendinni og saug hnúana til að ná óhreinindunum úr sárinu. „Nei, ég skal vakta hann.“ Haraldur ætlaði að mótmæla, en Valdi þaggaði niður í honum með því að segja: „Það var konan mín.“ Hann kreppti hnefann og gaf til kynna hvað hann myndi gera. „Við höfum ýmislegt að spjalla um meðan við bíðum.“ Valdi tók sér stöðu í dyragættinni. Hálftíma síðar varð hann var við að Elliot hreyfði sig. Hann beið svolítið lengur og læddist síðan yfir að eldaskálanum og beið þar. Elliot kom fram í dyrnar og steig varlega út af dyrapallinum. Hann var með svefnpokann á herðunum og hélt á ferða- töskunni. Hann reyndi að hlaupa en hrasaði og haltraði í hverju spori. Líkami hans kipptist til af sársauka. Valdi fór inn í eldaskálann. Rúna var að prjóna. Andlit hennar var samanherpt og sviplaust. „Er allt í lagi með þig?“ spurði Valdi. „Já,“ svaraði hún án þess að líta upp. „Eg hélt ekki þú myndir gera það. Eg var farinn að halda, að þér þætti vænt um hann.“ Hún hélt áfram að prjóna. Við morgunverðarborðið sagði hann hinum mönnunum, að hann hefði sofnað á verðinum og Elliot komizt undan á flótta. Hann borgaði þeim öllum tíu dollara fyrir hjálpina. Haraldi borgaði hann fimmtíu dollara fyrir að taka upp net Elliots. Þegar mennirnir voru farnir fékk hann sér sæti í horninu við borðið og vermdi sig í morgunsólinni. Hálftíma síðar sagði Rúna: 150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.