Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 41
í Manítóba
„Það er bátur að koma. Mér sýnist það vera Haraldur.“
Valdi reis á fætur og flýtti sér niður að dokkinni.
Haraldur renndi upp að. Hann var í svo miklu uppnámi að hann gleymdi
að festa. I stað þess greip hann netadræsu og hélt henni uppi yfir höfði
sér.
„Það er allt í lagi með það stórriðna,“ kallaði hann. Netið var rifið og
slitið í hengla. Jafnvel korka- og steinateinninn voru gjöreyðilagðir.
Valdi þreif netið, og án þess að skilja hvað hafði gerzt, sagði hann:
„Það hafa einhverjir siglt í gegnum þetta.“
,N^i, það var Indíáninn. Þeir eru allir eins.“
Valdi hélt áfram að þukla á netinu og nudda saman slitrunum af því.
„Eg kalla á lögregluna,“ sagði hann. Rödd hans var veik og skræk af
áfallinu. Hann togaði í netið og hluti af möskvanum rifnaði frá teini. Það
var allt í einu eins og hann áttaði sig á alvöru þess, sem gerzt hafði. Hann
hristi netið og æpti framan í beinabert andlit Haralds: „Ég kalla á lög-
regluna. Þeir skulu fá að halda honum í steininum næsm tíu árin.“
„Þú getur það ekki,“ svaraði Haraldur. Hann lét augun flökta frá Valda
og á netadræsuna.
Valdi kreisti og togaði netið af öllu sínu afli, svo það var engu líkara
en hann væri að reyna að glenna út og stækka hvern möskva, en nælonið
gaf ekki eftir, heldur skarst inn í mjúkar, hvítar hendur hans.
Rúna stóð í dyragættinni á eldaskálanum. Hún horfði á eiginmann
sinn klifra niður í bát Haralds. Hálftíma síðar þegar hún kom út afmr
voru bámrinn og hann orðnir að dökkum smábletti úti við sjónarrönd.
Hún var með sína ferðatöskuna í hvorri hendinni. An þess að líta til baka
hélt hún af stað eftir troðningunum, sem lágu að þjóðveginum suður á
bóginn.
]ón Bjarman þýddi.
Höfundur þessarar sögu er Kanadamaður af íslenzku bergi brotinn. Hann er fædd-
ur á Gimli í Manítóba fyrir 36 árum og þar sleit hann barnsskónum. Háskóla-
menntun hlaut hann í Bandaríkjunum, m. a. í Writers’ Workshop, University of
Iowa. William D. Valgardson er bæði ljóðskáld og sagnamaður. Það eru þó smá-
sögur hans, sem öðru fremur hafa vakið athygli. Ein þeirra, Bloodflowers, fékk
mikla viðurkenningu fyrir nokkrum árum og var síðar valin í sagnasafnið Best
American Short Stories. William D. Valgardson er nú kennari í bókmenntum og
ritstörfum við University of Victoria, British Columbia í Kanada. Hann hefur
gefið út tvö sagnasöfn, Bloodflowers og God is not a Fish Inspector. Þessi saga er
úr því siðarnefnda. — Þýðandi.
151