Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 47
Þrotabú mannlegrar reynslu „normal“, og það er gæfa hugsjónafeðranna, að meiri hluti samfélagsins hefur ekki rænu né ráð á öðru en vera normal. Sé hins vegar tekið lengra mið og gert ráð fyrir því, að mannlífið búi yfir einhverjum þeim veru- leika og þeim tilgangi, sem stendur af sér öll tízkubundin lífsviðhorf, ligg- ur í augum uppi, að mannkynið er alltaf á villigötum, hversu mjög sem það hreykir sér af meintri heilbrigði sinni, sem hverju sinni helgast af „þrælsins fylgi við fjöldans slóð“. Sést það bezt, þegar borin eru saman hin ótvíræðu heilbrigðis- og sjúkdómseinkenni hvers tíma. Naumast teldist það normal maður að mati nútímans, sem heldur vildi eiga bók en skó á fæturna. I eina tíð þótti það augljós vottur andlegrar heilbrigði að kjósa fremur það sem gæti yljað manni innan hauss en utan, eins og sjá má af gömlu máltæki, sem speglar reynslu og lífsþrá hins heilbrigða manns síns tíma: „Betra er berfættum en bókarlausum að vera.“ Fleiri máltæki frá göml- um tímum er fróðlegt að bera saman við hið ómeitlaða inntak í lífsvizku samtímans: „Nóg hefur sá sér nægja lætur,“ sögðu forfeður okkar og vissu hvað þeir sungu, en grunaði sennilega ekki, að þessi elskulega einfeldni yrði framtímanum ofviða heimspeki. Það má auðvitað segja sem svo, að það sé ekki tómt mannvit, heldur sú illa nauðsyn að þurfa að sætta sig við of lítið, sem getið hefur af sér þennan málshátt. Það er þeim mun meira undrunarefni að sjá, hvernig hinar vanhöldnu kynslóðir fyrri tíma fóru að því að gera sér mat úr sínu oft stutta lífi og litlu efnum, og hafa skilað okkur meiri og verðmætari arfi en allsnægtakynslóðin hefur búið komandi kynslóðum. Að eiga lítið en vcenta einhvers, hefur vafalaust hald- ið spennunni í lífi þeirra og gefið því tilgang þrátt fyrir allt. Ef það er staðreynd, að ekkert bjargast en allt ferst að lokum í þessu voru lífi, þá er hitt engu síður staðreynd, að menn eiga kost á misjafnlega gcefulegum glötunarleiðum. Þegar dregnar eru ályktanir af ytra borði til- verunnar, eins og ævinlega er gert á yfirborðstímum, mætti ætla, að öll umsvif allsnægtamannsins (neyzlusjúklingsins) væri staðfesting á stórhug hans og marksækni. En það er misskilningur. Hann er ekki að hlaupa í mark, heldur er hann á trylltu hringspani kringum sína eigin ofsaðningu og þar af leidda óánægju og vanlíðan. I stað þess að hafa fundið lífi sínu tilgang með „aðdáunarverðum" íburði, umstangi og umslætti, hefur hinn „normali“ maður aðeins, og þvert oní sannfæringu sína, fundið tilgangs- leysi sínu felustað, en - góðan, fínan og traustvekjandi felustað, sem firrir hann þeirri áþján að þurfa að horfa framan í grímulaust trýnið á tilver- 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.