Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 58
Tímarit Mdls og menningar
dæmi mannkynssögunnar um ríkislögreglu, sem í senn hafði í höndum sér
vald til rannsókna, handtöku, yfirheyrslu, dómsfellingar og framfylgingar
dóma. Tséka var stofnuð í desember 1917 og hafði í fyrstu aðeins takmarkað
umboð til rannsókna. Reyndin varð þó sú, að þessi stofnun færði út valda-
svið sitt dag frá degi. Hinn 21. febrúar 1918 fékk hún dómsvald. Á 18
mánuðum (1918 og fyrra helmingi ársins 1919) lét hún skjóta 8389 manns
og handtaka 87000. Eftir það var gerræðið óheft í Rússlandi.
Vopn þessarar rauðu ógnaraldar voru meðal annars fangabúðirnar. Lev
Trotskíj notaði orðið fyrstur 4. júní 1918. Þangað voru sendir tékkósló-
vaskir uppreisnarmenn, rússneskir herforingjar, sem ekki vildu veita Sovét-
ríkjunum þjónustu sína, fólk, sem grunað var um andsovézkan áróður,
skemmdarverkamenn, afætur, braskarar o. s. frv.... Þegnskyldustörf í styrj-
öldinni ýttu enn undir það að þrælkunarvinnu var beitt sem refsingu. „Lið-
hlaupar frá framleiðslunni“ voru settir í vinnubúðir. Dzérzhinskíj mælti
með, að settar yrðu upp sérstakar búðir fyrir fólk úr borgarastétt, en aðrar
fyrir verkamenn og bændur, þannig að þeir fyrrnefndu spilltu ekki hinum
síðarnefndu. Vinnubúðirnar voru starfræktar á þriðja mg aldarinnar, meðan
NEP-stefnan réð ríkjum, einkum með það fyrir augum, að „endurhæfa
þegnana með aðstoð vinnunnar“. Pólitískir fangar og venjulegir afbrota-
menn fóru í stórum hópum til Solovkí, sérstakra fangabúða á Solovétskíj-
eyjunum. Á miðjum þriðja tug aldarinnar var þar reynd ný tegund þrælk-
unar (sem mjög er glæst í sovézkum bókmenntum), og varð að almennu
fyrirbæri á tímum Stalíns og Gúlags, fyrirbæri, sem fól í sér pólitíska
kúgun, en hafði einnig efnahagslega þýðingu, því þannig fékkst varalið til
stórverka þeirra, sem vinna átti samkvæmt áætlun um iðnvæðingu lands-
ins. Með viðleitni sinni að verja aðgerðir stríðskommúnismans, hafði Trot-
skíj raunar sett fram ákveðnar fræðilegar kenningar til að réttlæta beitingu
þrælkunarvinnu. „Við stefnum nú að starfsskipan undir félagslegri stjórn
á grundvelli efnahagsáætlana, sem er skuldbindandi fyrir alla þjóðina, og
hverjum verkamanni er skylt að hlýða. Það er grundvöllur sósíalismans...
Hervæðing vinnunnar, eins og ég hef lýst henni hér, er ófrávíkjanleg
grundvallaraðferð til skipulagningar starfskrafta okkar... Er það rétt, að
í nauðungarvinnu verði framleiðnin engin? Nei, það er fíflslegur hleypi-
dómur frjálslyndra. Meira að segja störf hinna ánauðugu voru framleiðin.
Það var ekki fúlmennska lénsherranna, sem kom þeim til að láta land-
seta sína í nauðungarvinnu. I því fólst framsækni (á þeim tíma).“
Eins og við höfum séð, er þessi ógnaröld ekki einvörðungu tengd Stalín
168