Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 60
Tímarit Máls og menningar
þessarar „ljósmóður sögunnar“, eru þó flestir þeirra, sem urðu vitni að
byltingunni eða rituðu um hana, sammála um, að valdbeitingin hafi ekki
farið fram úr hófi, og bolsévíkar „hafi af einlægni stillt valdbeitingu í hóf“
gagnvart andstæðingum byltingarinnar. „Svo hóflega var að farið, að helzt
minnti á göfuglyndi það, sem byltingarmenn fyrr á öldum sýndu smndum
í sigurvímunni.“ Rauðu varðliðarnir slepptu til dæmis úr haldi liðsfor-
ingjum þeim, sem barizt höfðu gegn þeim, og fóru ekki fram á annað en
loforð um að liðsforingjarnir tækju ekki aftur upp vopn gegn bylting-
unni — en það loforð sviku liðsforingjarnir um leið og kostur gafst. Nokkr-
um ráðherrum úr Bráðabirgðastjórninni var einnig sleppt úr haldi. Kras-
nov hershöfðingi hafði reynt að vinna Pétursborg af rauðliðum, en hann
var látinn laus gegn loforði um að berjast ekki framar gegn sovétunum.
Hann hélt óðar til liðs við herflokka hvítliða, sem þá voru að safnast sam-
an í suðurhluta landsins. „Og fyrstu mánuðina, sem bolsévíkar voru við
völd reyndu þeir ekki að blása að glóðum haturs og beiskju meðal þjóðar-
innar, en reyndu þess í stað að setja tjáningu slíkra tilfinninga skorður.“
Fyrstu þrjá mánuðina, sem nýja stjórnin var við völd, var enginn dæmdur
til dauða, og var það raunar eitt fyrsta verk sovétstjórnarinnar að afnema
dauðarefsingu. Þessi hófsemi var næsta ólík öllum hryðjuverkunum sem
andbyltingarmenn unnu og fyrstu ódæðisverkum hvítu ógnaraldarinnar,
t. d. fjöldamorðunum, sem liðsforingjar í Moskvu frömdu á „rauðum“ föng-
um, og blóðbaðinu í Finnlandi, þegar milli tíu og tuttugu þúsund „rauð-
liðar“ voru drepnir.1 Roy Medvedev greinir frá því, að árið 1918, þegar
borgarastyrjöldin stóð sem hæst, hafi aðgerðir Tséka einkennzt af hóf-
semi borið saman við það, sem hvítliðar höfðust að, og verið undir póli-
tískri yfirstjórn. Hann greinir frá því, að farið hafi verið fram á, að pynd-
ingar yrðu leyfðar, úr því að andstæðingar byltingarinnar beittu þeim, en
sú bón „ hafi vakið hneykslun meðal flokksmanna“.2
Refsiaðgerðir urðu tíðari, gerræði komst á á fleiri sviðum, dauðarefsing
var lögleidd — en því verður ekki í móti mælt og má sanna með sögu-
legum rökum, að þessi þróun var andsvar við aukinni ásókn hvítliðaherj-
anna og íhlutun erlendra herdeilda, sem sendar voru þeim til hjálpar.
En um andbyltingaröflin, erlenda íhlutun, tilraun allra arðránsstétta og
afturhaldsafla til að kæfa hið unga sovétlýðveldi í fæðingu, þjóðfélagsafla,
1 Marcel Liebman, The Rt/ssian Revolution, London 1970.
- Roy Medvedev, Let History jndge, London 1972.
170