Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 62
Tímarit Máls og menningar að nokkru leyti — svo ekki sé minnzt á óttann við „glundroða“, sinnu- leysi í stjórnmálum og allar þær ögranir og vélabrögð sem fátækt og at- hafnaskortur geta haft í för með sér meðal snauðustu þegna þjóðfélagsins. Því verður ekki neitað, að stefna sú og aðferð við ofbeldisbeitingu, sem fram kom í borgarastríðinu, var áfram við lýði eftir stríðslok, þótt í mildara formi væri, að minnsta kosti á þriðja tug aldarinnar. Lenín mælti með, að dauðarefsing yrði aftur numin úr lögum árið 1920, og að frumkvæði hans voru starfsemi Tséka settar fastar skorður. GPU, arftaki Tséka, var undir stjórn pólitískra yfirvalda, og varð að sætta sig við, að „dómsvald heyrði dómstólunum einum til“. En þetta var skammvinnt hlé undan stormi. GPU hélt þeim völdum, sem Tséka hafði haft til refsiaðgerða og hneppingar manna í fangavist. Þegar Lenín barðist vonlítilli baráttu gegn skrifstofu- bákninu og stórrússneskum þjóðrembingi, og þegar hann viðurkenndi rétt verkalýðsfélaganna til að vernda verkamenn gegn skrifstofuveldi „verka- mannaríkisins“, virðist hann þó ekki hafa gert sér sérstakar áhyggjur af áhrifamætti laga og réttar, en gerræði lögreglu (og jafnvel stjórnmála- manna) gróf undan þeim í sífellu. I bréfi, sem dagsett er 10. febrúar 1922, og ekki hefur komið út opinberlega, en dreift var „neðanjarðar“ fyrir nokkrum árum, eftir að ritskoðunin hafði snúizt gegn því, að það yrði birt í „Heildarritum“ Leníns (55 bindi) — snýst hann af sérlegri hörku gegn prestastéttinni, sem þrjózkaðist við að afhenda ýmsar verðmætar eigur kirkj- unnar, sem taka átti lögtaki (en tilgangur þess var að vinna bug á hungurs- neyðinni). „Því fleiri fulltrúa borgarastéttar og afturhaldsklerka sem okkur tekst að skjóta, þeim mun betra. Það sem við verðum að gera, er að kenna þeim lexíuna svo rækilega, að þeir láti sér ekki einu sinni detta í hug næstu áratugina að veita mótspyrnu í nokkurri mynd.“ Bréfið var áritað (og flokkað sem ,,leynilegt“) til „félaga Molotovs og meðlima Polít- bjúro.“ I öðrum skjölum frá sama ári krefst Lenín þess, að ógnum verði haldið áfram og skilgreinir jafnvel nýjan flokk afbrotamanna, þ.e. þá, sem veittu erlendum andstæðingum Sovétríkjanna „aðstoð í hlutlægum skilningi". Liebman spyr: „Ber ekki að leita að ástæðum hinnar markmiðslausu ógn- araldar Stalínstímanna í ofbeldistímunum 1917 til 1920, þegar ofbeldinu voru litlar skorður settar og lítið hægt við því að gera?“ Uppruna stalínism- ans ber líklega ekki aðeins að leita í óheillaverkum þessa tímabils, heldur einnig í pólitískum afleiðingum borgarastríðsins: útrýmingu allra póli- tískra afla annarra en bolsévíka, afla sem e.t.v. hefðu getað haft sam- 172
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.