Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Qupperneq 62
Tímarit Máls og menningar
að nokkru leyti — svo ekki sé minnzt á óttann við „glundroða“, sinnu-
leysi í stjórnmálum og allar þær ögranir og vélabrögð sem fátækt og at-
hafnaskortur geta haft í för með sér meðal snauðustu þegna þjóðfélagsins.
Því verður ekki neitað, að stefna sú og aðferð við ofbeldisbeitingu, sem
fram kom í borgarastríðinu, var áfram við lýði eftir stríðslok, þótt í mildara
formi væri, að minnsta kosti á þriðja tug aldarinnar. Lenín mælti með, að
dauðarefsing yrði aftur numin úr lögum árið 1920, og að frumkvæði hans
voru starfsemi Tséka settar fastar skorður. GPU, arftaki Tséka, var undir
stjórn pólitískra yfirvalda, og varð að sætta sig við, að „dómsvald heyrði
dómstólunum einum til“. En þetta var skammvinnt hlé undan stormi. GPU
hélt þeim völdum, sem Tséka hafði haft til refsiaðgerða og hneppingar
manna í fangavist. Þegar Lenín barðist vonlítilli baráttu gegn skrifstofu-
bákninu og stórrússneskum þjóðrembingi, og þegar hann viðurkenndi rétt
verkalýðsfélaganna til að vernda verkamenn gegn skrifstofuveldi „verka-
mannaríkisins“, virðist hann þó ekki hafa gert sér sérstakar áhyggjur af
áhrifamætti laga og réttar, en gerræði lögreglu (og jafnvel stjórnmála-
manna) gróf undan þeim í sífellu. I bréfi, sem dagsett er 10. febrúar 1922,
og ekki hefur komið út opinberlega, en dreift var „neðanjarðar“ fyrir
nokkrum árum, eftir að ritskoðunin hafði snúizt gegn því, að það yrði birt
í „Heildarritum“ Leníns (55 bindi) — snýst hann af sérlegri hörku gegn
prestastéttinni, sem þrjózkaðist við að afhenda ýmsar verðmætar eigur kirkj-
unnar, sem taka átti lögtaki (en tilgangur þess var að vinna bug á hungurs-
neyðinni). „Því fleiri fulltrúa borgarastéttar og afturhaldsklerka sem okkur
tekst að skjóta, þeim mun betra. Það sem við verðum að gera, er að kenna
þeim lexíuna svo rækilega, að þeir láti sér ekki einu sinni detta í hug
næstu áratugina að veita mótspyrnu í nokkurri mynd.“ Bréfið var áritað
(og flokkað sem ,,leynilegt“) til „félaga Molotovs og meðlima Polít-
bjúro.“ I öðrum skjölum frá sama ári krefst Lenín þess, að ógnum verði
haldið áfram og skilgreinir jafnvel nýjan flokk afbrotamanna, þ.e. þá,
sem veittu erlendum andstæðingum Sovétríkjanna „aðstoð í hlutlægum
skilningi".
Liebman spyr: „Ber ekki að leita að ástæðum hinnar markmiðslausu ógn-
araldar Stalínstímanna í ofbeldistímunum 1917 til 1920, þegar ofbeldinu
voru litlar skorður settar og lítið hægt við því að gera?“ Uppruna stalínism-
ans ber líklega ekki aðeins að leita í óheillaverkum þessa tímabils, heldur
einnig í pólitískum afleiðingum borgarastríðsins: útrýmingu allra póli-
tískra afla annarra en bolsévíka, afla sem e.t.v. hefðu getað haft sam-
172