Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 67
Solsénítsín - pólitískt mat rússneskir, þýzkir og austurrískir hermenn féllust í faðma við víglínurnar — menn, sem fram tii þess höfðu sótzt eftir lífi hver annars. Hver eru viðbrögð Solsénítsíns við slíkum atburði? Ofbeldisverk hvítliðaforingjanna, aðalsmannanna eignalausu og stjórn- málamannanna, sem októberbyltingin hafði varpað „í ruslakistu sög- unnar“ — höfðu þau ofbeldisverk ekki stéttareðli? Þótt greina megi hér og þar í heildarmyndinni slíka persónulega harm- leiki sem Zhívago læknir er dæmi um, mannlega reynslu, hugmyndir og tilfinningar, sem tengd voru ósýnilegum böndum þeim félagslegu og sögu- legu lögmálum, sem að ofan er getið, réttlætir það ekki, að við höfnum þessum lögmálum, þegar dýpra er skyggnzt, þótt e.t.v. megi auka ein- hverjum sannleikskornum við þau. Solsénítsín leggur auk þess valdbeitingu byltingaraflanna að jöfnu við hryðjuverk og eyðileggingu. Það viðhorf hans afskrœmir og rýrir fyrir- bæri byltingarinnar unz þau verða með öllu óskiljanleg. Rauði herinn barðist á vígstöðvunum — en beitti sér einnig fyrir að fólk lærði að lesa og skrifa. Tséka og GPU beittu að vísu kúgunaraðgerðum — en þegar þessar stofnanir komu á fót fyrsm fangabúðunum í stað fangelsanna gömlu, þar sem fólk skyldi endurhæft með aðstoð vinnunnar og stjórn búðanna var falin ungum afbrotamönnum, þá ber einnig að skoða það sem þátt í hinni sterklegu viðleitni að koma á þeim nýju lífsháttum, sem Wilhelm Reich og Anton Makarenko skrifuðu um meðal annarra. Lenín sýndi andstæðingum byltingarinnar enga miskunn, en þrátt fyrir þá ósátt- fýsi brýndi hann án afláts fyrir almenningi að láta til sín taka og eflast að menntun. I þessu sambandi getur verið forvitnilegt að setja í sitt rétta samhengi orðnotkun hans, sem oft er vitnað til í Gúlag-eyjaklasanum. Lenin krefst þess með harðneskjulegu orðalagi, að nú beri að „útrýma öllum meindýrum“ úr Rússlandi, og leggur fram langa skrá yfir ógnar- aðgerðir þær, sem þeim tilgangi skulu þjóna. Þetta er tekið úr ritgerð sem Lenín skrifaði í desember 1917 (að eldra tímatali) og bar heitið Hvernig á að skipuleggja samkeppni? Solsénítsín lætur þess ekki getið, að þessi ritgerð er öðru fremur áhrifamikil árétting á mannréttindum verkalýðsstéttarinnar. „Meindýrin“, sem hann skrifar um, eru „þræla- kúgarar fortíðarinnar“, „fantar“, „letingjar“ og „óróaseggir”, og menntuð „leiguþý“, sem neita að beita þekkingu sinni þjóðinni í hag. Lenín hvetur almenning til að sýna frumkvæði og fylgja því eftir gegn þessum aðilum. „Verksmiðja, sem kapítalistinn hefur verið rekinn frá, eða settur undir 12 TMM 177
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.