Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 67
Solsénítsín - pólitískt mat
rússneskir, þýzkir og austurrískir hermenn féllust í faðma við víglínurnar
— menn, sem fram tii þess höfðu sótzt eftir lífi hver annars. Hver eru
viðbrögð Solsénítsíns við slíkum atburði?
Ofbeldisverk hvítliðaforingjanna, aðalsmannanna eignalausu og stjórn-
málamannanna, sem októberbyltingin hafði varpað „í ruslakistu sög-
unnar“ — höfðu þau ofbeldisverk ekki stéttareðli?
Þótt greina megi hér og þar í heildarmyndinni slíka persónulega harm-
leiki sem Zhívago læknir er dæmi um, mannlega reynslu, hugmyndir og
tilfinningar, sem tengd voru ósýnilegum böndum þeim félagslegu og sögu-
legu lögmálum, sem að ofan er getið, réttlætir það ekki, að við höfnum
þessum lögmálum, þegar dýpra er skyggnzt, þótt e.t.v. megi auka ein-
hverjum sannleikskornum við þau.
Solsénítsín leggur auk þess valdbeitingu byltingaraflanna að jöfnu við
hryðjuverk og eyðileggingu. Það viðhorf hans afskrœmir og rýrir fyrir-
bæri byltingarinnar unz þau verða með öllu óskiljanleg. Rauði herinn
barðist á vígstöðvunum — en beitti sér einnig fyrir að fólk lærði að lesa
og skrifa. Tséka og GPU beittu að vísu kúgunaraðgerðum — en þegar
þessar stofnanir komu á fót fyrsm fangabúðunum í stað fangelsanna
gömlu, þar sem fólk skyldi endurhæft með aðstoð vinnunnar og stjórn
búðanna var falin ungum afbrotamönnum, þá ber einnig að skoða það
sem þátt í hinni sterklegu viðleitni að koma á þeim nýju lífsháttum, sem
Wilhelm Reich og Anton Makarenko skrifuðu um meðal annarra. Lenín
sýndi andstæðingum byltingarinnar enga miskunn, en þrátt fyrir þá ósátt-
fýsi brýndi hann án afláts fyrir almenningi að láta til sín taka og eflast
að menntun. I þessu sambandi getur verið forvitnilegt að setja í sitt rétta
samhengi orðnotkun hans, sem oft er vitnað til í Gúlag-eyjaklasanum.
Lenin krefst þess með harðneskjulegu orðalagi, að nú beri að „útrýma
öllum meindýrum“ úr Rússlandi, og leggur fram langa skrá yfir ógnar-
aðgerðir þær, sem þeim tilgangi skulu þjóna. Þetta er tekið úr ritgerð
sem Lenín skrifaði í desember 1917 (að eldra tímatali) og bar heitið
Hvernig á að skipuleggja samkeppni? Solsénítsín lætur þess ekki getið,
að þessi ritgerð er öðru fremur áhrifamikil árétting á mannréttindum
verkalýðsstéttarinnar. „Meindýrin“, sem hann skrifar um, eru „þræla-
kúgarar fortíðarinnar“, „fantar“, „letingjar“ og „óróaseggir”, og menntuð
„leiguþý“, sem neita að beita þekkingu sinni þjóðinni í hag. Lenín hvetur
almenning til að sýna frumkvæði og fylgja því eftir gegn þessum aðilum.
„Verksmiðja, sem kapítalistinn hefur verið rekinn frá, eða settur undir
12 TMM
177