Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 71
Solsénítsín - pólitískt mat
„dáleiðsluna". Tæknilega séð bjó sovétstjórnin (og stjórn Stalíns) hvorki
yfir þeim sefjunarmætti né því fjölmiðlakerfi til múgsefjunar, sem Þýzka-
land með allan sinn iðnað bjó yfir. Fram til loka þriðja tugar aldarinnar
voru ólæsir og óskrifandi enn fjölmennir í Rússlandi, og útvarpstæki voru
fá. Ahrif hugmyndafræðilegrar mótunar voru því talsvert minni en í
Þýzkalandi. En ekki er þetta aðalatriði. Nazistar skírskotuðu til verðmæta,
sem sameinuðu þjóðina; til kynþáttarins, gyðingahaturs, yfirburðatrúar og
landvinninga. Sovétstjórnin (og stjórn Stalíns fram yfir 1940) skírskotaði
til hluta, sem skiptu mönnum í andstæðar fylkingar; til stéttabaráttu,
sósíalskrar byltingar, menningarbyltingar, afnáms trúarbragða (hins and-
lega sameiningarafls, sem svo var jafnan nefnt í Rússlandi), alþjóðahyggju
öreiganna („hjálpum Spáni“), samstöðu gegn fasisma. Oþarft er að benda
á auk þessa, hve gjörólíkt gildismat og hugmyndafræðilegt markmið þess-
ara stjórnvalda var. Ef skýra skal ástæður þess, að þjóðin sýndi sovét-
stjórninni hollustu, þarf að finna rök, sem sannfæra betur. Ognaröld og
„sefjun“ skýra ekki allt, ekki einu sinni það, sem helzt skiptir máli.
Hér er ekki rúm til að fjalla nánar um þessi mál, sem eru hluti úr sögu
sovézks þjóðfélags, einkum þó þeirri sögu þjóðfélags Stalínstímanna, sem
enginn hefur enn reynt að skrá. A þriðja tug aldarinnar tókst stjórnvöld-
unum að ávinna sér smðning mikils hluta æskulýðs og öreigastéttar í þeirri
viðleitni að styrkja menningu Rússlands (og færa hana í evrópskara horf)
og laga lífshætti landsmanna að nokkru að sósíölskum hugmyndum. Þetta
merkti annars vegar, að menn gátu unnið sér félagslegan frama með mennt-
un, og hins vegar að öreigum var gefinn kostur á þátttöku í stjórnun rík-
isins á öllum sviðum. I þessu fólst einnig, að þorri þjóðarinnar tók þátt í
pólitísku lífi, listir og menning blómstruðu, reynt var að láta listirnar vísa
leið til nýrra lífshátta. Að því marki var nýtízkulegri húsagerðarlist einnig
stefnt, sömuleiðis umbótum á sviði kynferðismála og nýjum sjónarmiðum
í kennslumálum og geðlækningum. Hvorki skal hér orðlengt um þessa
hluti, né reynt að fegra þá um of. Þetta voru á ýmsan hátt lítt tímabær við-
fangsefni fámennra hópa, — en hljóta ekki allar tilraunir til að endur-
meta fortíð Sovétríkjanna og spá um framtíð þeirra að taka mið af
þessari „arfleifð þriðja áratugarins“, sem enn er að mestu ókönnuð og for-
tíðarsyrgjendur á við Solsénítsín hljóta að leiða hjá sér?
Þetta skeið félagslegra tilrauna endaði um svipað leyti og hin umdeilda
NEP-stefna leið undir lok. Þær félagslegu breytingar, sem iðnvæðingar-
herferð Stalíns hafði í för með sér, urðu síðan baktjald þeirrar ógnaraldar,
181