Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Qupperneq 74

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Qupperneq 74
Tímarit Máls og menningar að baki þessara opinberu siðferðiskenninga. Roy Medvedev viðurkennir, að siðferðislegar hugmyndir marx-lenínismans séu lítt þróaðar og telur ókleift að byggja heilsteypt siðfræðikerfi á jafneinföldum fullyrðingum og því, að „allt sé gott, sem stuðlar að viðgangi byltingarinnar“. Obeint er þessari gagnrýni stefnt að Lenín, en hann taldi, að siðferðislega ætti öreigastéttin að taka mið „í einu og öllu af hagsmunum sínum í stétta- baráttunni.“ Þessa hugmynd varði Lev Trotskíj af mikilli lipurð, svo og allar praktískar afleiðingar hennar. „Sá sem samþykkir tilganginn,... verður að samþykkja meðulin ... En eru þá ekki lygar og ofbeldi ámælis- verð í sjálfu sér? Auðvitað, á sama hátt og stéttaþjóðfélagið, sem veldur þeim. Það þjóðfélag, sem laust er við félagslegar móthverfur, verður einnig laust við lygar og ofbeldi. En leiðin til slíks þjóðfélags verður ekki rudd nema með byltingu, ofbeldisbeitingu.“ Höfundur ritsins Þeirra siðferði og okkar hellir úr skálum reiði sinnar yfir siðvöndunarmenn, sem deildu á bolsévismann á tímum spænska borgarastríðsins og Moskvuréttarhaldanna. „Þrælaeigandi, sem heftir þræl í fjötra með ofbeldi eða slægð, og þræll, sem losar af sér hlekkina með ofbeldi og slægð, — látum ekki þessa fyrir- litlegu geldinga segja okkur, að slíkir hlutir séu lagðir að jöfnu fyrir dóm- stóli siðfræðinnar.“ En þetta dugir hvergi nærri til að réttlæta stalínism- ann. Trotskíj setur e.t.v. fram rýmri skilgreiningu á bolsévísku siðferði en Lenín, þegar hann skrifar, að ekki séu allir hlutir leyfilegir. „Allt það er leyfilegt, sem leiðir til raunverulegrar frelsunar mannkynsins. Þegar við segjum, að tilgangurinn réttlæti meðulin, eigum við við, að hinn háleiti tilgangur byltingarinnar krefjist ógeðþekkra meðala og aðferða, eins ög þegar hluta verkalýðsstéttarinnar er snúið til fjandskapar við aðra hluta hennar, eða reynt er að vinna að velferð fjöldans án þátttöku hans sjálfs eða þá þegar dregið er úr trausti fjöldans á sjálfum sér og samtakamætti sín- um og þess í stað kemur dýrkun á „leiðtogum“. En Trotskíj leggur framar öllu áherzlu á samhengi tilgangs og meðala: „Það verður að sá hveitifræi til að hveitiöxin geti sprottið.“ Reynsla sú, sem fengizt hefur í Sovétríkjunum, er gott dæmi um réttmæti þessara orða Trotskíjs. Sé orðalaginu breytt, má segja, að uppskeran sýni, hvaða fræjum hefur verið sáð. Siðferðislegar afleiðingar stalínismans hafa í för með sér, að við hljótum að skyggnast til baka og hyggja að þeim meðulum, sem beitt var og að eðli þess „sósíalisma“, sem að baki þeim lá: alræðis öreiganna, þar sem skrifstofubákni var þröngvað milli stjórnendanna og þjóðarinnar, og ef til vill þeirrar hugmyndar að byggja 184
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.