Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 76
Tímarit Máls og menningar uppi í sveitum, þar sem menn eru enn bundnir jörðinni nægilega traustum hollustuböndum til þess, að stjórnvöldin hætti á tilraunir með „einstakl- ingsaðild“ að landbúnaði, dreymir unga menn og konur lítt um það, að tryggja sér einhverja eign, sem þau gætu aukið með þeim ávinningi en einnig erfiði, sem því mundi fylgja. Fremur dreymir þetta fólk um að komast til náms, ná sér í vel metið starf eða stöðu, og njóta þeirra tæki- færa til þægindalífs og tómstundaiðkana, sem heyra borgarlífi til. Og síðast en ekki sízt eru Sovétríkin raunveruleiki. Þau eru samsett fyrirbæri hagfræðilegra, sögulegra, félagslegra, og í vaxandi mæli menn- ingarlegra þátta. Þjóðin hefur blandazt mjög yegna giftinga fólks af mis- munandi þjóðernum, og fram hefur komið ný manngerð, þar sem „sovézk- ir“ þættir blandast ýmsum þjóðaeinkennum í mismunandi styrkleikahlut- föllum. Að neita þessu væri jafnfáránlegt og að halda því fram, að menn- ing Rússa, Georgíumanna, Usbeka, Eistlendinga o.s.frv. væri ekki lengur „þjóðleg“ nema að forminu til, heldur væri hún sovézk, „sósíölsk“ að innihaldi. Solsénítsín neitar ekki þessari staðreynd. Hann lokar aðeins augum sínum fyrir henni. Stafar það af því, að þetta sé einungis „hugmyndafræðilegur“ raun- veruleiki, þegar öllu er á botninn hvolft? Hvað sem því líður, er Rúss- land óaðgreinanlegur hluti þessa raunveruleika, og Solsénítsín verður að taka þessa hlið Rússlands nútímans með í reikninginn, ef aðrar þjóðir Sovétríkjanna eiga að geta fundið sjálfar sig í framtíðarsýnum hans. Sé menningin á „blindgötu", leiða svör Solsénítsíns hana einungis á aðra blindgötu, leið til fortíðarinnar, sem gerir ókleift að innbyrða og færa í heilsteypt form þann arf, sem sagan hefur skilið eftir sig í hugsun manna og lífsháttum. Afmrhvarf til hins heilaga Rússlands er e. t. v. nýtilegt efni í huggunarljóð, en það getur ekki orkað félagslegum umbórnm á þessum síðasta fjórðungi mttugustu aldar. IV „Solsénítsínmálið“ — ofsóknirnar á hendur höfundinum, útlegðardóm- urinn, notkun rita hans í pólitískum tilgangi — allt þetta hefur aukið skilning okkar með ýmsum hætti. I fyrsta lagi hefur komið í ljós, hve berskjaldaðir leiðtogar Sovét- ríkjanna eru gagnvart gagnrýni hans, þótt hún sé eins og hver önnur tímaskekkja og hafi engin áhrif haft meðal Sovétmanna, eins og leiðtog- arnir voru reyndar fljótir að benda á; en þeir skeyttu engu um þá mótsögn 186
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.