Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 77
Solsénítsín - pólitískt mal
sem í þessu fólst — af orðum þeirra hefði vitaskuld mátt ráða, að gagn-
rýni sem þessi mundi seint verða „hættuleg ríkinu“. Einnig hefur þetta mál
varpað ljósi á ófyrirleitni og blygðunarleysi ákveðinna aðila í fjölmiðlum
og stjórnmálalífi Vesturlanda, sem breytt hafa höfundinum (og með leyfi
hans) í neyzluvarning í þágu sérlega frumstæðs andkommúnisma. Og enn
hefur komið í ljós, hve miklum óþægindum slíkir atburðir valda viristri
sinnuðum mönnum á Vesturlöndum — einkum þó þeim kommúnista-
flokkum, sem tengsl hafa við Sovétríkin.
An efa á Solsénítsín embættismönnum Rithöfundasambands Sovétríkj-
anna, KGB og Kommúnistaflokksins að þakka mikinn hluta lesendahóps
síns og frægð þá, sem honum hefur hlotnazt sem „samvizku mannkyns“.
Þótt hæfni hans og hugrekki kunni að vera í meira lagi, hefði það eitt
ekki dugað. Utlegðardómurinn yfir Solsénítsín hefur spillt málstað Sovét-
ríkjanna mjög, einkum meðal menntamanna og framsækinna afla, sem
voru Sovétríkjunum hlynnt, þótt ef til vill hafi þessi dómur virzt skásta
pólitíska leiðin út úr ógöngunum. Sannleikurinn er sá, að leiðtogum Sovét-
ríkjanna er nú meira í mun að afla sér efnahagslegra og viðskiptalegra
bandamanna meðal gróinna og yfirlýstra fulltrúa heimskapítalismans en
að taka upp alvarlegar viðræður (sem hljóta að verða gagnrýndar) við vin-
veitta aðila eða hugsanlega bandamenn í alþjóðahreyfingu vinstri manna.
Enginn efar lengur, að Moskva muni líta það hýrari augum að sjá Frakk-
land í öruggum höndum gaullista en að sjá Frakkland feta á hála braut
stjórnlítils sósíalisma. En hvað kemur leiðtogum Sovétríkjanna til að taka
á sig slíka áhætm, þegar um gagnrýna menntamenn er að ræða, og vinna
verk, sem eru svo skaðleg „ásjónu“ sósíalismans í Sovétríkjunum?
Þ\'í er venjulega til svarað, að rithöfundar, sem gagnrýna þjóðskipu-
lagið, og þá ekki sízt Solsénítsín, gætu fengið mikið áhrifavald ef sú stund
kæmi, að leiðtogarnir teldu einhverrar enduskoðunar þörf á stefnu sinni.
Verk Solsénítsíns hafa raunar haft umtalsverð áhrif meðal þeirra takmörk-
uðu hópa, sem hafa átt þess kost að lesa rit hans undanfarin ár. „Héðan í
frá verður ekki hægt að hugsa eða skrifa rétt eins og hann hefði ekki verið
til,“ segja ungir sovézkir menntamenn, og er þó fjarri þeim að samþykkja
fullyrðingarnar í Bréfi til leiðtoga Sovétríkjanna. Það er að sjálfsögðu
þungt á metunum, hve ágætur rithöfundur hann er, en það skýrir þó ekki,
hve stór lesendahópur hans er. Hér er einnig um ákveðið samspil að ræða
milli rita Solsénítsíns og leyndustu hugsana lesenda hans.
„Mállausir hafa fengið mál fyrir þinn tilverknað,“ sagði rithöfundurinn
187