Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 79
Solsénítsín - pólitískt mat búningsstarfi, sem Sakharov og Solsénítsín hafa unnið, þótt þær mundu brátt fara fram úr hugmyndum þeirra - þá mundu slíkar umræður laða fram meira þrek til frumkvæðis og gagnrýni í landinu en búizt var við. Að því er þetta varðar, þarf að taka fleira með í reikninginn en áróður andsnúinna smáhópa. Fyrir skömmu fóru fram umræður í flokknum um aðferðir við stjórnun; meðal samyrkjubænda um „samyrkjubændaráðin“, og í verkalýðsfélögunum hafa réttindi verkstjórnarnefnda verið rædd. I öllum þessum umræðum kemur fram, að til eru félagslegar hreyfingar, sem stuðlað geta að auknu lýðræði í félagsháttum þjóðarinnar. Að vísu verða slíkar „hreyfingar“ naumast greindar, og svo kann að virðast, að við- fangsefni þeirra séu gerólík vangaveltum stjórnarandstöðuhópanna, og kröfur þeirra gangi mun skemur. Stjórnarandstöðuhóparnir eru auk þess haldnir lamandi svartsýni, að því er varðar möguleika á breytingum nú á næstunni eða í fyrirsjáanlegri framtíð. Svartsýnin og pólitísk örvænting þessa fólks kemur meðal annars fram í óskinni um að flytjast úr landi. I ýmsum hópum menntamanna er þetta „andrúmsloft landflóttans“ ríkjandi. Fordæmi Gyðinga hefur einnig haft mikil áhrif. Ymsir rússneskir rithöf- undar og vísindamenn, sem ekki geta horfið til neins „nýs föðurlands", láta sig einnig dreyma um að flytjast úr landi, og ekki hafna stjórnvöldin öllum umsóknum... Hins vegar telur Roy Medvedev enn, að þróun til aukins lýðræðis í Sovétríkjunum geti einungis orðið fyrir frumkvæði stjórnvaldanna. Hinn furðulegi „máttur orðanna“ í Sovétríkjunum er tengdur ýmsum staðreyndum, sem Vesmrlandabúum eru lítt kunnar. Hér má minna á þá hefð siðavendni og hjálpræðisboðskapar, sem fylgt hefur rússneskum bók- menntum. Og skáldsaga eða kvæði getur að nokkru bætt fyrir skort á pólitískum umræðum í landi, þar sem almenningsálitið á sér engin tján- ingartæki í mynd dagblaða eða annarra stofnana. (Hér má minna á, hvernig slíkra skáldverka er notið sameiginlega á kvæðafundum, fundum rithöf- unda og almennings o. s. frv.) En þessi „mátmr orðanna“ eða minnsta kosti hugmyndanna á einnig rætur að rekja til eðlis þeirrar menningarþróunar og ýmissa breytinga annarra, sem um er að ræða í þjóðfélagi Sovétríkjanna. Þar sem hugmyndir eru allsráðar, er sköpurum hugmynda, rithöfundum, ætlað háleitt félagslegt hlutverk. Að því er varðar menningarverðmæti þau, sem stjórnvöldin setja á oddinn og eru afar misjöfn að gæðum, hefur einnig myndazt um þau neytendahópur, sem sífellt stækkar. Þekkingar- þorstinn er óslökkvandi. Fyrir skömmu kom Marc Chagall úr fyrsm heim- 189
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.