Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 83
Þorleifur H. Bjarnason
Ráðherradagar Björns Jónssonar
(i)
Fram undir aldamótin síðustu var íslenzk stjórnmálabarátta mjög laus í reipunum,
enda skorti hana bæði fasta forystu og félagsbönd. Engin ákveðin flokkaskipun
komst á innan þings og utan og varð því stjórnmálabaráttan ómarkviss og flökt-
andi. Séra Sigurður Stefánsson í Vigur komst líka svo að orði, að aðaleinkenni
hennar væri flokklausir flokkadrættir (Þjóðviljinn ungi 10. nóvember 1897).
Að þessari lausung stuðlaði margt, meðal annars starfshættir þingmanna. Þeir
voru ófúsir til þess að kjósa yfir sig foringja og hver starfaði að jafnaði í sínu
horni, þ.e. í kjördæmi sínu. Nokkrar tilraunir voru þó gerðar til þess að stofna
og halda úti pólitískum félögum, svo að stjórnmálabaráttan fengi meiri fesm, en
þeim entist skammt þrótmr.
Þegar valtýska stjórnarbaráttan kom til sögunnar 1897 og stofnuð var heima-
stjórn 1904, upphófst mikil valdabarátta og harðir flokkadrættir. Þessar aðstæður
knúðu fram miklar breytingar á íslenzkri stjórnmáiastarfsemi í þá átt að færa hana
í skipulagsbundið form. Þingflokkar myndast, kjósendafélögum er komið á fót
og sérstökum miðstjórnum falið að hafa yfirumsjón með stjórnmálastarfinu. Með
þessum hætti var grunnur lagður að ákveðnum pólitískum flokkum, sem hver um
sig hafði afmarkaða stefnu. Þetta átti sinn þátt í því, að pólitískur áhugi almenn-
ings fór vaxandi og stjórnmálabaráttan varð langtum fjörugri og markvissari en
áður. Skipulagning og miðstýring stjórnmálabaráttunnar hafði í för með sér, að
Reykjavík varð á skömmum tíma óskorað höfuðsemr í pólitísku lífi Islendinga
og gerðist þetta samtímis því, að bærinn skipaði sama sess á öðrum sviðum
þjóðlífsins.
A þetta hefur þótt rétt að drepa til þess að setja ritgerð þá, sem hér birtist og
Þorleifur H. Bjarnason menntaskólakennari hefur samið, í sögulegt samhengi.
Hún ber fyrirsögnina Frávikning bankastjórnarinnar 22. nóv. 1909 (Aðdragandi)
og er geymd með öðrum plöggum Þorleifs í Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Þar
sem fvrirsögnin virðist eiga aðeins við upphaf landsbankamálsins og fyrstu viðbrögð-
in við frávikningu bankastjórnarinnar, jafnframt því sem lýsingin á aðdraganda
hennar er mjóslegin, hefur önnur verið valin. Meginefni ritgerðarinnar er lands-
bankamálið svonefnda, en einnig er vikið að framkomu og ráðstöfunum Björns
Jónssonar ráðherra í öðrum málum. Ritgerð Þorleifs H. Bjarnasonar er samtíma-
lýsing, skrifuð skömmu eftir að atburðina bar að, og mun hún vera sú ítarlegasta,
sem birzt hefur á prenti um ráðherraár Björns Jónssonar. Þar gefst færi á að
skyggnast inn í herbúðir andstæðinga Björns Jónssonar og kynnast skoðunum
þeirra og vinnubrögðum, viðhorfum þeirra til ráðherra og stjórnarliða, bardaga-
13 tmm
193