Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 88
Tímarit Máls og menningar
2. skrifstofu, Jón Hermannsson, inn í bankann, sendir af ráðherra, til þess
að reka bankastjórnina, ef á þyrfti að halda, út úr bankanum. Björn Krist-
jánsson, hinn nýdubbaði bankastjóri, kom lötrandi í fari þeirra, lítt upp-
litsdjarfur að venju; í för með honum voru þeir Karl Einarsson sýslu-
maður og Magnús Sigurðsson málaflutningsmaður. Höfðu þeir báðir starf-
að alllengi í rannsóknarnefndinni og gengið þar óspart erindi ráðherra.
Bankastjóri yrti á landritara að fyrra bragði og kvaðst skilja af hinu ný-
fengna brjefi, að sjer mundi ekki til setu boðið, en spurði þó, hvort störf-
um skyldi ekki haldið áfram til kl. 2 eins og vant væri. Landritari
svaraði því neitandi og kvað ráðherra hafa lagt svo fyrir, að bankanum
væri lokað samstundis. Var bankastjóra jafnvel ekki gefið tóm til að skrifa
á lánbeiðni eina, sem maður austan úr Arnessýslu átti að taka við. En
þess var synjað og var bankastjóri og þeir sem staddir voru í starfstofu
bankans reknir út og miða smelt á útidyrnar með þeirri tilkynningu, að
bankinn yrði opnaður aptur kl. 5 Vi um kvöldið.
A strætinu fyrir framan bankann stóðu nokkrir sendisveinar Isafoldar
og ráðherra með auglýsingaböggla í höndum sjer. Rjettu þeir ekki ærið
upplitsdjarfir einn og einn miða að þeim, er fram hjá gengu. A miðanum
stóð Tilkynning frá stjórnarráði Islands; má lesa hana í Stjórnartíðindun-
um og í Reykjavíkurblöðunum, sem komu út næstu daga.
Getur hún þess að framkvæmdarstjóra og gæslustjórunum hafi „verið
vikið frá stöðu sinni við bankann sökum margvíslegrar, megnrar og óaf-
sakanlegrar óreglu í starfsemi þeirra í stjórn bankans og frámunalega
Ijelegs eptirlits með honum“.
Þá er þess getið, að stjórnarráðstöfun þessi hafi verið „nauðsynleg og
óumflýjanleg“ og stjórnin telji sjer skylt „að styðja bankann til þess að
standa í skilum við alla sína skuldheimtumenn á hverjum tíma sem
er“ og að hún hafi „gert þar að lútandi ráðstafanir utanlands og innan“.
Loks er þess getið, að Björn Kristjánsson sje setmr framkvæmdarstjóri
og þeir Karl sýslumaður Einarsson og Magnús yfirrjettarmálaflutnings-
maður Sigurðsson sjeu settir gæslustjórar til bráðabirgða (nokkrar vikur)
„vegna sjerstaklegs kunnugleika þeirra á högum bankans eptir rannsókn-
ina“! Engar sjerstakar sakir til afsetningarinnar voru tilgreindar í tilkynn-
ingunni, enda þó búast hefði mátt við, og jafnvel telja sjálfsagt, að svo
hefði verið gert, því að hver heiðvirð stjórn mundi að öðrum kosti varla
hafa talið sjer fært að framkvæma afsetninguna á svo óbilgjarnan og
ófyrirleitinn hátt. Kunnugir menn, sem þóttust fara nær um hvatir ráð-
198