Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 89
Ráðherradagar Björns Jónssonar
herra, sögðu að afsetningin hefði verið framkvæmd í svo skjótu bragði, til
þess að ráðherra og rannsóknarnefndin og hinn setti bankastjóri gæti með
lítilli fyrirhöfn komizt að raun um, hvort allt fje það væri til taks, sem
vera ætti í sjóði. En hafi refarnir verið til þess skornir, brást þeim ráðherra
og fjelögum hans bogalistin, því að sjóður bankans reyndist í beztu reglu.
{Ráðherra Ijet sjer ekki nægja að birta þessa ráðstöfun sína í Rvík,
heldur hafði hann lagt fyrir trúnaðarmann sinn í stjórnarráðinu Þorkel
Þorláksson að síma hana samtímis út og til allra stærri símastöðva hjer
innanlands. Var Þorkell IV2 stund að því starfi.]
Þegar tíðindi þessi spurðust út um bæinn, sló óhug á flesta menn og
ærið fáir urðu til að mæla ráðstöfun þessari bót. Sumir ætluðu hins vegar
að bankanum mundi verða hætta búin af henni og verðbrjef hans mundu
falla í verði og þutu því upp til handa og fóta og tóku út innistæðu sína.
Mun alls hafa verið tekið út úr bankanum síðdegis hinn 22. og næstu daga
á annað hundrað þúsundir króna, en þó vitum vjer ekki full deili á því.
Skorað á ráðberra að segja af sér
Eins og geta má nærri vildi Heimastjórnarflokkurinn ekki láta þessa
meðferð Björns ráðherra Jónssonar á Landsbankanum óátalda og gekkst
Lárus H. Bjarnason lagaskólastjóri fyrir því, að nokkrir heimastjórnar-
menn, sem töldust fyrirmenn flokksins, áttu fund með sjer mánudaginn
þ. 22. hjá Jóni alþingismanni Jónssyni frá Múla. Sumir þeirra sem kvaddir
voru á fundinn vildu sjá hverju fram yndi og bíða átekta. Voru þeir Jón
verkfræðingur Þorláksson og Guðmundur landlæknir Björnsson heldur
daufir í undirtektum sínum og vildu að svo komnu ekkert leggja til þessa
máls. Jón Þorláksson kvað sjer vanda á höndum við Björn og mæltist
undan að stýra fundi sem halda skyldi laugardaginn 27. nóv. í heima-
stjórnarfjelaginu Fram um afsetning bankastjórnarinnar og öðrum fund-
um, er af henni kynni að leiða, og Guðmundur Björnsson Ijet þess getið,
að hann vildi ekki að svo komnu gerast fyrirsvari þessa máls. Þó hafðist
það fram, að heimastjórnarmenn og einn maður, sem áður hafði talizt til
Sjálfstæðisflokksins, Sveinn kaupm. Sigfússon, skyldu eiga fund með sjer
næsta kvöld í Lagaskólanum. Var þar haldinn fundur þriðjudaginn 23.
kl. 9 síðdegis með Lárusi H. Bjarnason sem fundarstjóra. A fundinum var
samþykkt að taka höndum saman við þá menn úr Sjálfstæðisflokknum,
sem væru óánægðir með aðgerðir og ráðstöfun ráðherra í máli þessu og
199