Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 97
RáÖherradagar Björns ]ónssonar
á embættiskrifstofu sinni næsta dag. Var það þá niðurstaðan, að flutnings-
menn tillögunnar Knud Zimsen og Jón frá Múla skyldu flytja ráðherra
hana á skrifstofu hans í stjórnarráðinu næsta dag.
En meðan stóð á þjarki þessu kom ráðherra fram á gluggsvalirnar og
bjóst að tala til fólksins. Mælti hann á slitringi nokkur orð, því að þá
kvað við óp mikið frá lífverði hans og leiguþjónum, sem lustu upp fagn-
aðarópi fyrir honum, en allmikill fjöldi manna, sem stóð þar í kring,
æpti niður með ráðherra og gekk svo um stund. Ráðherra Ijezt vera þakk-
látur fyrir heimsóknina og kvað ráðstöfun sína eigi að eins „hyggilega
og rjettmæta“, heldur einnig „óhjákvæmilega og sjálfsagða“. Kváðu þá
við ýmis tilsvör úr mannhringnum svo sem lánstraustsmorðingi, mannorðs-
þjófur og skriðdýr eða Skriðbjörn. Eptir þetta tvístraðist mannfjöldinn, án
þess að tekist hefði að flytja ráðherra áskorunina að því sinni. Skýrsla sú,
er Isafold flutti um fundinn næsta dag, er í mesta máta ósönn og vísvit-
andi röng. Frásögn Reykjavíkur í 56. tbl., X. árg., 30. nóvember, er að
vísu rjettari, en þó í ýmsum greinum færð í stílinn og ýkt. Miklu nær
sanni eru skýrslur Lögrjettu og Þjóðviljans, þótt sumt í þeim sje ónákvæmt
eða miður rjett.
Eptir fundinn fór miðstjórn Heimastjórnarflokksins og Þorleifur H.
Bjarnason inn til Hannesar bankastjóra Hafsteins og sömdu símskeyta-
skýrslu um fundinn bæði til útlanda og eins til hinna stærri kaupstaða
hjer á landi. Var síðan ákveðinn miðstjórnarfundur hjá Hannesi Hafstein
mánudagskveldið þ. 30.1 (sbr. dönsk blöð, Berling, Politiken o. fl. um það
skeyti). [A fundi þessum eða fundi sem var haldinn hjá Hannesi Hafstein
þriðjudaginn 1. des.1 var samið svohljóðandi skeyti til Ritzau og það sent
2/12 925 árdegis:
Ritzau Köbenhavn Ovationer Ministeren gennem Regeringskontor(et) proklamer
udelukkende Leveraab (fra) Haandfuld Drenge opstillede (paa) Ministerens Trappe
Hensigt (at) overdöve Ordföreren. Mange Tusinde Borgeres Protesttog. Lögrjetta
Reykjavik.
Hannes Hafstein samdi skeytið. ísafold gerði nokkru síðar mikið veður úr
því, en rangfærði það og sneri því við (sbr. Isafold no 87).]
1 30. nóvember bar upp á þriðjudag, 1. desember miðvikudag og 2. desember
fimmtudag.
207