Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 98
Tímarit Máls og menningar Á þeim fundi1 var samið brjef, sem senda skyldi með áskoruninni og vantraustsyfirlýsingu til ráðherra út um allt land með póstunum þ. 3. og 7. desember. Hannes Hafstein gerði uppkast að brjefinu, en hinir nefndar- menn breyttu því lítið eitt. Var það síðan prentað miðvikudaginn 2. des., en Þorleifur Bjarnason stefndi nokkrum mönnum saman í prentsmiðjunni Gutenberg til þess að undirskrifa það, en til nokkurra, sem náðist ekki í, fóru miðstjórnarmenn og Ijetu þá undirskrifa skjalið. Var það auðsótt við alla undirskrifendur. Fyrir vanrækslu prentsmiðjunnar mun ráðherra eða sonur hans, ritstjóri Isafoldar, hafa náð í brjefið að kvöldi þess 2. því að um miðjan dag daginn eptir birti Isafold það með fregnmiða, eptir að hún hafði auglýst nokkrum stundum áður efni brjefsins með nokkrum óviðurkvæmilegum ummælum um suma af þeim 10 mönnum, er höfðu skrifað undir það. Þann 24. nóv., 2 dögum eptir afsetninguna, fór Isafold loks að birta ástæður stjórnarinnar fyrir afsetningu bankastjóranna og næstu daga hjelt hún látlaust áfram í heilum blöðum, aukablöðum og fregnmiðum að ala á þessum ástæðum stjórnarinnar og tína fleiri til, sem virtust margar hverjar gætu fremur kallast rógur og markleysur, en rökstuddar ástæður. Miðvikudaginn 1. des. birti loks notarius publicus í Reykjavík, Jón Magnússon, ráðherra „Fundarályktun borgarafundar Reykvíkinga“ frá 28. nóv. með brjefi frá Knud Zimsen og Jóni Jónssyni dags. 30. nóv. 1909, sbr. Lögrjetm 56. tb. 1. des 1909. Varð að taka til þessa úrræðis, með því að ráðherra brá loforð sitt að taka við henni á skrifstofu sinni þ. 29- nóv., sbr. skýrslu Jóns Jónssonar frá Múla í 56. tb. Reykjavíkur, X. árg., 30. nóv. 1909. Þegar hann í telefóninum var minntur á loforð sitt fjell svar hans á þessa leið: „Jeg gaf Jóni í Múla kost á því þrisvar í gærkveldi að tala við mig. Jeg hefi annað að gera við minn tíma, en að tala við þá menn, sem vilja gera á mig alls konar árásir. Ef þið hafið eitthvert skjal, getið þjer sent mjer það. Jeg á ekkert vantalað við ykkur.“ (Skýrsla K. Zimsen og Jóns í Múla: Símtal við ráðherra kl. 1208 þ. 30. nóv.). Heiðurssamsœti eða á ísafoldarmáli samúðarsamát Á miðstjórnarfundi þ. 4. des. var samþykkt að stofna til heiðurssamsætis handa hinum afsettu bankastjórum. Var kosin 3 manna nefnd til þess að 1 Þ. e. 30. nóvember (eða 29. nóvember). 208
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.