Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Qupperneq 98
Tímarit Máls og menningar
Á þeim fundi1 var samið brjef, sem senda skyldi með áskoruninni og
vantraustsyfirlýsingu til ráðherra út um allt land með póstunum þ. 3. og
7. desember. Hannes Hafstein gerði uppkast að brjefinu, en hinir nefndar-
menn breyttu því lítið eitt. Var það síðan prentað miðvikudaginn 2. des.,
en Þorleifur Bjarnason stefndi nokkrum mönnum saman í prentsmiðjunni
Gutenberg til þess að undirskrifa það, en til nokkurra, sem náðist ekki í,
fóru miðstjórnarmenn og Ijetu þá undirskrifa skjalið. Var það auðsótt við
alla undirskrifendur. Fyrir vanrækslu prentsmiðjunnar mun ráðherra eða
sonur hans, ritstjóri Isafoldar, hafa náð í brjefið að kvöldi þess 2. því að
um miðjan dag daginn eptir birti Isafold það með fregnmiða, eptir að
hún hafði auglýst nokkrum stundum áður efni brjefsins með nokkrum
óviðurkvæmilegum ummælum um suma af þeim 10 mönnum, er höfðu
skrifað undir það.
Þann 24. nóv., 2 dögum eptir afsetninguna, fór Isafold loks að birta
ástæður stjórnarinnar fyrir afsetningu bankastjóranna og næstu daga hjelt
hún látlaust áfram í heilum blöðum, aukablöðum og fregnmiðum að ala
á þessum ástæðum stjórnarinnar og tína fleiri til, sem virtust margar
hverjar gætu fremur kallast rógur og markleysur, en rökstuddar ástæður.
Miðvikudaginn 1. des. birti loks notarius publicus í Reykjavík, Jón
Magnússon, ráðherra „Fundarályktun borgarafundar Reykvíkinga“ frá 28.
nóv. með brjefi frá Knud Zimsen og Jóni Jónssyni dags. 30. nóv. 1909,
sbr. Lögrjetm 56. tb. 1. des 1909. Varð að taka til þessa úrræðis, með því
að ráðherra brá loforð sitt að taka við henni á skrifstofu sinni þ. 29- nóv.,
sbr. skýrslu Jóns Jónssonar frá Múla í 56. tb. Reykjavíkur, X. árg., 30.
nóv. 1909. Þegar hann í telefóninum var minntur á loforð sitt fjell svar
hans á þessa leið: „Jeg gaf Jóni í Múla kost á því þrisvar í gærkveldi að
tala við mig. Jeg hefi annað að gera við minn tíma, en að tala við þá
menn, sem vilja gera á mig alls konar árásir. Ef þið hafið eitthvert skjal,
getið þjer sent mjer það. Jeg á ekkert vantalað við ykkur.“ (Skýrsla K.
Zimsen og Jóns í Múla: Símtal við ráðherra kl. 1208 þ. 30. nóv.).
Heiðurssamsœti eða á ísafoldarmáli samúðarsamát
Á miðstjórnarfundi þ. 4. des. var samþykkt að stofna til heiðurssamsætis
handa hinum afsettu bankastjórum. Var kosin 3 manna nefnd til þess að
1 Þ. e. 30. nóvember (eða 29. nóvember).
208