Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 102
‘Tímarit Máls og menningar
það aptur eindregið í ljós, að hann hefði samið frumvarpið og sveigði að
Hannesi að frumvarpsuppkastið hefði glatazt eða verið glatað, svo að ekki
væri hægt að sýna það, en Hannes svaraði því engu. Lárus hafði löngu
áður sagt Þorleifi, að hann hefði einn samið landsdómsfrumvarpið og engar
breytingar verið gerðar á því af meðnefndarmönnum hans nema örfáar
óverulegar orðabreytingar, og veit Þorleifur að það er satt, því hann sá
frumvarpið með Lárusar hendi áður en það fór í prentsmiðjuna, en síðan
eignaði Hannes sjer samningu frumvarpsins, er það gekk hjer um bil
breytingarlaust gegnum báðar deildir —'og vændi Lárus hann um að hann
hefði glatað uppkastinu til þess að ekki væri unnt að sýna svart á hvítu,
hver hefði samið það. En ekki hefi eg sjálfur grennslast eptir hvort það
er til í skjölum þingsins eða ekki.
18. des. um kvöldið kom landsbókavörður Jón Jakobsson til mín og
sagði mjer, að hann hefði orðið þess vís við endurskoðun sína í Lands-
bankanum, að Landsbankinn mundi hafa sent Circulære með Sterling þ.
17. des. til banka og viðskiptamanna Landsbankans í útlöndum þess efnis,
að Björn Kristjánsson og Björn Sigurðsson væri „administrerende Direktör-
er“ bankans frá 1. janúar 1910 og Hannes Þorsteinsson og Jón Hermanns-
son „kontrollerende Direktörer" að svo komnu, með þeirri athugasemd um
gæzlustjórana „hvis Navne senere vil blive opgivne, dersom nogen For-
andring sker“. Eptir þessu virðist Björn ráðherra ekki hafa enn fastráðið
með sjer að fótum troða kosnjngu þingsins og hrinda gæslustjórunum frá
fyrir fullt og allt - nous verrons! I Circulære þessu var þess og getið, að
tveir bankastjórarnir skrifuðu hjer eptir undir allar viðskiptaráðstafanir
bankans; mun það eiga við framkvæmdastjórana tvo eða við 1 fram-
kvæmdarstjóra og einn gæslustjóra?
22. des. 09 komst eg hjá Þórði verzlunarstjóra Bjarnasyni yfir svohljóð-
andi skjal, er hafði verið útbýtt í pukri hjer í bænum og sennilega líka
sent hjer í nærsveitirnar og einnig ef til vill norður í land með Popp, kaup-
manni á Sauðárkrók:
Privat.
Vara þarf alla góða drengi og sanna sjálfstæðismenn við lævíslegri tilraun, er
nú er verið að gera til þess að æsa menn upp og ginna þá til að rita undir
vantraustsyfirlýsingu til ráðherrans og fráfararáskorun út af bankastjóraskiptunum
22. f. m. — ginna menn til að kveða upp áfellisdóm að lítt kunnum málavöxtum
212