Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 112
Tímarit Máls og menningar var í hátt einmitt eins og maðurinn minn lýsti henni: með stofustúlku sem var dálítið hátíðleg í bragði og klæða- burði og með hinn guðumlíka, undur- fagra svein, á að giska þrettán ára gaml- an, klæddan í matrósaföt með opnu háls- máli og með snomrt slifsi. Thomasi varð mjög starsýnt á hann. Þegar í stað varð hann hugfanginn af honum og hann fylgdist vel með honum úr fjar- lægð þar sem drengurinn hélt sig ásamt félögum sínum niðri við sjóinn. Thomas elti hann þó ekki út um alla Feneyja- borg, það er ekki rétt, en drengurinn hreif hann og hann hugsaði oft um hann. Heinrich (bróðir Thomasar) var með á ferðalaginu og hann var alltaf að klifa á því að við færum burt, eitthvað upp í fjöll. Við vorum ófús að fara en af því að hann langaði svo mikið upp í þorp í Apennínafjöllum (ég er búin að gleyma hvað það var kallað) létum við undan. Það var óyndislegur staður. Við bjuggum í gistihúsi þar sem ekki voru nútíma þægindi og það truflaði mig mikið, og sífellt tönnlaðist eigandinn á því sama til þess að halda í okkur: Fallega húsið verður laust eftir tvo daga, þá gætum við flutt í það og það væri dýrlegt. Það voru englendingar sem bjuggu þar. Einu sinni gekk ég yfir til þeirra og spurði þá hvernig þetta væri og hve- nær þeir hefðu hugsað sér að fara. „Oh, that’s quite uncertain, when we are leaving. We don’t know yet." Ég sagði þá: „I would be glad to know it because we are waiting for these rooms, you know." „Oh, he keeps you waiting, that’s clear!" Auðvitað fórum við svo burt af skyndingu og komum heldur en ekki fegin til Feneyja afmr. Auk þess hafði Henrich týnt tösku og það varð líka til að flýta brottförinni og bóndi minn var ánægður yfir því að vera kominn aftur á Lido. Pólska fjölskyldan bjó ennþá í gistihúsinu. Eitt kvöldið kom líka þessi svolítið klámfengni söngvari frá Napoli. Svo tók fólk að streyma á brott, það gekk nefnilega fjöllunum hærra að kól- era væri í borginni. Þetta var engin æðandi farsótt en þó nokkrir tóku veik- ina. Fyrst vissum við ekkert um þetta og vorum ekkert áfram um að komast burt frá þessu. Við fórum til Cook til þess að panta far tii baka og þá var enski ferðaskrifstofumaðurinn svo vænn að segja við okkur: Ef ég væri í ykkar sporum mundi ég ekki láta taka frá í svefnvagninum að viku liðinni heldur þegar á morgun, því að þið megið vita að þó nokkrir hafa tekið kóleruna, en af skiljanlegum ástæðum er farið dult með það og málið þaggað niður. Það er ekki að vita hvar faraldurinn grípur um sig. Þið hljótið þó að hafa tekið eftir því hvað margir hótelgestir eru farnir. Þetta var orð að sönnu og við fórum okkar leið. Pólska fjölskyldan var farin degi á undan. Þannig hafði öll smáatriði borið fyrir okkur í raunveruleikanum en líklega hefði engum nema Thomasi Mann tek- ist að gera úr því söguna um „Dauða í Feneyjum". Þeirri velþóknun sem hann vissulega hafði á hinum töfrafríða sveini blés hann Aschenbach í brjóst og magn- aði svo mjög í frásögninni að úr varð hamslaus ástríða. Og ég vissi að frændi minn, Friedberg leyndarráð, stórfrægur fyrirlesari í kirkjurétti í Leipzig, hreytti út úr sér í bræði sinni: Nú, svona ævin- týri! Og þetta er kvæntur maður. Hann á þó að heita fjölskyldufaðir! Til viðbótar var svo býsna hlálegur 222
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.