Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 118
Gabriel García Márquez Þess vegna varð Allende að deyja í árslok 1969 snæddu þrír hershöfð- ingjar úr Pentagon kvöldverð með fimm chílenskum starfsbræðrum í húsi einu í úthverfi Washington. Gestgjafinn var Gerardo López Angulo offursti og að- stoðarráðgjafi í flugmálum í hernaðar- sendinefnd Chíle í Bandaríkjunum. Landar hans voru yfirmenn úr öðrum deildum chílenska hersins. Veislan var haldin til heiðurs nýskipuðum yfirmanni flugherskóla Chíle, Carlos Toro Mazote, sem komið hafði til borgarinnar daginn áður í kynnisferð. Herforingjarnir átta gæddu sér á ávaxtasalati, steiktu svína- kjöti og baunum og þeir drukku heit vín frá heimalandi sínu í suðri þar sem sólin speglaðist á vængjum fuglanna meðan Washington var að fenna í kaf. Samræður þeirra fóru að mestu leyti fram á ensku og umræðuefnið var það sem Chílenum virtist hjartfólgnast um þær mundir: forsetakosningarnar sem halda átti í september næsta ár. Þegar ábætirinn var á borð borinn spurði einn úr Pentagon hvernig chílenski herinn brygðist við ef frambjóðandi vinstri afl- anna, maður á borð við Salvador Al- lende, næði kjöri. Toro Mazote svaraði að bragði: — Við tökum Monedahöll á hálftíma, þó við þurfum að brenna hana til grunna. Einn gestanna var Ernesto Baeza hers- höfðingi og núverandi yfirmaður ör- yggismála í Chíle, sá sem stjórnaði árás- inni á forsetahöllina í september 1973 og gaf skipun um að leggja hana í rústir. Tveir undirmanna hans á þess- um tíma áttu eftir að öðlast frægð og frama í þeirri sömu hernaðaraðgerð: Augusto Pinochet hershöfðingi og for- seti herforingjaklíkunnar og Javier Pala- cios majór. Fjórði Chíleninn við borðið var Sergio Figueroa Gutíerrez hershöfð- ingi í flughernum og núverandi ráð- herra opinberra framkvæmda, náinn vinur annars úr innsta hring herfor- ingjaklíkunnar, Gustavo Leigh yfir- manns flughersins, þess sem gaf skipun um að gera eldflaugaárásir á forseta- höllina. Fimmti Chíleninn var Arturo Tronconso aðmíráll og núverandi yfir- maður flotans í Valparaiso, sá sem stjórnaði hinum blóði drifnu ofsóknum á hendur frjálslyndum foringjum innan flotans og einn þeirra sem gáfu merki um upphaf valdaránsins 11. september 1973. Síðar kom í ljós að þessi kvöldverður markaði söguleg tímamót. A fundum fulltrúa Pentagons og háttsettra herfor- ingja frá Chíle sem fylgdu í kjölfarið, í Washington og Santiago, var samin áætlun sem gerði ráð fyrir því að ef Alþýðufylking Allendes ynni kosning- arnar tækju þeir herforingjar völdin í Chíle sem sterkustum böndum voru bundnir bandarískum hagsmunum. Aætlunin var samin af kaldri rósemi 228
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.