Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 118
Gabriel García Márquez
Þess vegna varð Allende að deyja
í árslok 1969 snæddu þrír hershöfð-
ingjar úr Pentagon kvöldverð með fimm
chílenskum starfsbræðrum í húsi einu
í úthverfi Washington. Gestgjafinn var
Gerardo López Angulo offursti og að-
stoðarráðgjafi í flugmálum í hernaðar-
sendinefnd Chíle í Bandaríkjunum.
Landar hans voru yfirmenn úr öðrum
deildum chílenska hersins. Veislan var
haldin til heiðurs nýskipuðum yfirmanni
flugherskóla Chíle, Carlos Toro Mazote,
sem komið hafði til borgarinnar daginn
áður í kynnisferð. Herforingjarnir átta
gæddu sér á ávaxtasalati, steiktu svína-
kjöti og baunum og þeir drukku heit
vín frá heimalandi sínu í suðri þar sem
sólin speglaðist á vængjum fuglanna
meðan Washington var að fenna í kaf.
Samræður þeirra fóru að mestu leyti
fram á ensku og umræðuefnið var það
sem Chílenum virtist hjartfólgnast um
þær mundir: forsetakosningarnar sem
halda átti í september næsta ár. Þegar
ábætirinn var á borð borinn spurði einn
úr Pentagon hvernig chílenski herinn
brygðist við ef frambjóðandi vinstri afl-
anna, maður á borð við Salvador Al-
lende, næði kjöri. Toro Mazote svaraði
að bragði: — Við tökum Monedahöll
á hálftíma, þó við þurfum að brenna
hana til grunna.
Einn gestanna var Ernesto Baeza hers-
höfðingi og núverandi yfirmaður ör-
yggismála í Chíle, sá sem stjórnaði árás-
inni á forsetahöllina í september 1973
og gaf skipun um að leggja hana í
rústir. Tveir undirmanna hans á þess-
um tíma áttu eftir að öðlast frægð og
frama í þeirri sömu hernaðaraðgerð:
Augusto Pinochet hershöfðingi og for-
seti herforingjaklíkunnar og Javier Pala-
cios majór. Fjórði Chíleninn við borðið
var Sergio Figueroa Gutíerrez hershöfð-
ingi í flughernum og núverandi ráð-
herra opinberra framkvæmda, náinn
vinur annars úr innsta hring herfor-
ingjaklíkunnar, Gustavo Leigh yfir-
manns flughersins, þess sem gaf skipun
um að gera eldflaugaárásir á forseta-
höllina. Fimmti Chíleninn var Arturo
Tronconso aðmíráll og núverandi yfir-
maður flotans í Valparaiso, sá sem
stjórnaði hinum blóði drifnu ofsóknum
á hendur frjálslyndum foringjum innan
flotans og einn þeirra sem gáfu merki
um upphaf valdaránsins 11. september
1973.
Síðar kom í ljós að þessi kvöldverður
markaði söguleg tímamót. A fundum
fulltrúa Pentagons og háttsettra herfor-
ingja frá Chíle sem fylgdu í kjölfarið,
í Washington og Santiago, var samin
áætlun sem gerði ráð fyrir því að ef
Alþýðufylking Allendes ynni kosning-
arnar tækju þeir herforingjar völdin í
Chíle sem sterkustum böndum voru
bundnir bandarískum hagsmunum.
Aætlunin var samin af kaldri rósemi
228