Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 121
það héti í hans munni „chilenisacion“.
Var hún í því einu fólgin að ríkið
keypti 51% hlutabréfa í námunum, og
fyrir námuna E1 Teniente eina greiddi
stjórnin meira fé en nam bókfærðu
verðgildi hennar. Með einni lagasetn-
ingu sem allir flokkar á þingi landsins
studdu, þjóðnýtti Alþýðufylkingin allar
koparnámur sem starfræktar voru af
dótturfyrirtækjum bandarísku auðhring-
anna Anaconda og Kennecott. An þess
að greiða skaðabætur. Stjórnin hafði
reiknað það út að á fimmtán árum
höfðu fyrirtækin tvö grætt yfir 800
miljónir dollara á koparvinnslunni.
Smáborgarastéttin og millihóparnir,
tveir öflugir þjóðfélagshópar sem hugs-
anlega hefðu getað _aðhyllst herforingja-
uppreisn á þessum tíma, nutu nú
óvæntra ávinninga og að þessu sinni
ekki á kostnað öreigastéttarinnar eins
og ævinlega áður heldur fámennra fjár-
málahópa og erlends auðvalds. Herinn
sem þjóðfélagshópur á sér sömu rætur
og áhugamál og millistéttin svo hann
hafði enga ástæðu, né heldur afsökun,
til að styðja hinn fámenna hóp herfor-
ingja sem þyrsti í valdarán. Kristdemó-
kratar vissu hvað klukkan sló og gættu
þess að reka engan áróður fyrir því að
leyniáætluninni yrði hrint í framkvæmd
heldur beittu sér ákaft gegn því. Þeir
vissu sem var að hún var óvinsæl meðal
óbreyttra félaga flokksins.
Þeir stefndu að öðru: með því að
beita öllum hugsanlegum brögðum til
að klekkja á stjórninni og gera henni
erfitt fyrir ætluðu þeir að vinna tvo
þriðju hluta þingsæta í kosningunum
í mars 1973. Með slíkan meirihluta að
baki gám þeir bolað forsetanum úr
embætti eftir leiðum stjórnarskrárinnar.
Flokkur kristdemókrata er mikið
bákn sem gengur þvert á öll stéttaskil.
Þess vegna varð Allende aS deyja
Hann hefur tryggan smðning meðal
iðnverkamanna, smárra og meðalstórra
landeigenda, smáborgara og millistéttar
borganna. Þótt Alþýðufylkingin teygði
sig einnig inn í allar stéttir var hún
fyrst og fremst málsvari afskiptari hópa
öreigastéttarinnar — landbúnaðarverka-
lýðsins — og lægri millistéttar borg-
anna.
Með samstöðu kristdemókrata og hins
afturhaldssama Þjóðarflokks réðu þessir
flokkar þingi landsins og dómstólum;
Alþýðufylkingin fór með framkvæmda-
valdið. Djúpið sem myndaðist milli þess-
ara afla var í raun staðfesting á klofn-
ingi meðal þjóðarinnar. Svo merkilega
vildi til að það var kaþólikkinn Frei
sem ekki trúir á marxismann sem hagn-
aðist mest á stéttabaráttunni. Hann
skerpti andstæðurnar og magnaði átök-
in uns þau náðu hámarki, allt í því
skyni að grafa undan stjórninni og
steypa þjóðinni ofan í hyldýpi efna-
hagslegrar ringulreiðar og siðferðilegs
skipbrots.
Viðskiptabannið sem Bandaríkin
beittu landið vegna þjóðnýtinganna sá
um afganginn. I Chíle eru framleiddar
allar hugsanlegar iðnaðarvörur, frá bíl-
um oní tannkrem. En iðnaðurinn stend-
ur á gervifótum: 60% fjármagnsins í
mikilvægustu fyrirtækjunum er í er-
lendri eigu og 80% þeirra hráefna sem
þau vinna úr er innflutt. Að auki þarfn-
aðist landið 300 miljóna dollara á ári
til að flytja inn neysluvarning og 450
miljónir til viðbótar fóru x vaxtagreiðsl-
ur af erlendum lánum. En vandamál
Chíle voru önnur og áttu sér dýpri ræt-
ur. Með þeim ásetningi að mótmæla
vöruskömmtun, verðbólgudansinum og
kröfum hinna fátæku streymdu hefðar-
frúr borgarastéttarinnar út á göturnar
og börðu galtóma potta sína og pönnur.
231