Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 121

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 121
það héti í hans munni „chilenisacion“. Var hún í því einu fólgin að ríkið keypti 51% hlutabréfa í námunum, og fyrir námuna E1 Teniente eina greiddi stjórnin meira fé en nam bókfærðu verðgildi hennar. Með einni lagasetn- ingu sem allir flokkar á þingi landsins studdu, þjóðnýtti Alþýðufylkingin allar koparnámur sem starfræktar voru af dótturfyrirtækjum bandarísku auðhring- anna Anaconda og Kennecott. An þess að greiða skaðabætur. Stjórnin hafði reiknað það út að á fimmtán árum höfðu fyrirtækin tvö grætt yfir 800 miljónir dollara á koparvinnslunni. Smáborgarastéttin og millihóparnir, tveir öflugir þjóðfélagshópar sem hugs- anlega hefðu getað _aðhyllst herforingja- uppreisn á þessum tíma, nutu nú óvæntra ávinninga og að þessu sinni ekki á kostnað öreigastéttarinnar eins og ævinlega áður heldur fámennra fjár- málahópa og erlends auðvalds. Herinn sem þjóðfélagshópur á sér sömu rætur og áhugamál og millistéttin svo hann hafði enga ástæðu, né heldur afsökun, til að styðja hinn fámenna hóp herfor- ingja sem þyrsti í valdarán. Kristdemó- kratar vissu hvað klukkan sló og gættu þess að reka engan áróður fyrir því að leyniáætluninni yrði hrint í framkvæmd heldur beittu sér ákaft gegn því. Þeir vissu sem var að hún var óvinsæl meðal óbreyttra félaga flokksins. Þeir stefndu að öðru: með því að beita öllum hugsanlegum brögðum til að klekkja á stjórninni og gera henni erfitt fyrir ætluðu þeir að vinna tvo þriðju hluta þingsæta í kosningunum í mars 1973. Með slíkan meirihluta að baki gám þeir bolað forsetanum úr embætti eftir leiðum stjórnarskrárinnar. Flokkur kristdemókrata er mikið bákn sem gengur þvert á öll stéttaskil. Þess vegna varð Allende aS deyja Hann hefur tryggan smðning meðal iðnverkamanna, smárra og meðalstórra landeigenda, smáborgara og millistéttar borganna. Þótt Alþýðufylkingin teygði sig einnig inn í allar stéttir var hún fyrst og fremst málsvari afskiptari hópa öreigastéttarinnar — landbúnaðarverka- lýðsins — og lægri millistéttar borg- anna. Með samstöðu kristdemókrata og hins afturhaldssama Þjóðarflokks réðu þessir flokkar þingi landsins og dómstólum; Alþýðufylkingin fór með framkvæmda- valdið. Djúpið sem myndaðist milli þess- ara afla var í raun staðfesting á klofn- ingi meðal þjóðarinnar. Svo merkilega vildi til að það var kaþólikkinn Frei sem ekki trúir á marxismann sem hagn- aðist mest á stéttabaráttunni. Hann skerpti andstæðurnar og magnaði átök- in uns þau náðu hámarki, allt í því skyni að grafa undan stjórninni og steypa þjóðinni ofan í hyldýpi efna- hagslegrar ringulreiðar og siðferðilegs skipbrots. Viðskiptabannið sem Bandaríkin beittu landið vegna þjóðnýtinganna sá um afganginn. I Chíle eru framleiddar allar hugsanlegar iðnaðarvörur, frá bíl- um oní tannkrem. En iðnaðurinn stend- ur á gervifótum: 60% fjármagnsins í mikilvægustu fyrirtækjunum er í er- lendri eigu og 80% þeirra hráefna sem þau vinna úr er innflutt. Að auki þarfn- aðist landið 300 miljóna dollara á ári til að flytja inn neysluvarning og 450 miljónir til viðbótar fóru x vaxtagreiðsl- ur af erlendum lánum. En vandamál Chíle voru önnur og áttu sér dýpri ræt- ur. Með þeim ásetningi að mótmæla vöruskömmtun, verðbólgudansinum og kröfum hinna fátæku streymdu hefðar- frúr borgarastéttarinnar út á göturnar og börðu galtóma potta sína og pönnur. 231
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.