Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Qupperneq 125

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Qupperneq 125
stjórn getur ekki breytt þjóðfélagsgerð- inni. Þessi reynsla hlýtur að hafa valdið því að hann ákvað að berjast þar til yfir lyki, verja brennandi rústir byggingar sem hann átti ekkert í, þetta þunglama- lega stórhýsi sem ítalskur bygginga- meistari hafði reist og átti að vera pen- ingaslátta en dagaði uppi sem griðastað- ur valdalausra forseta. Hann varðist í sex klukkustundir vopnaður vélbyssu sem Fidel Castro hafði gefið honum, fyrsta og síðasta vopninu sem Salvador Allende beitti á lífsleiðinni. Um fjögur- leytið um daginn tókst Javier Palacios majór ásamt undirmanni sínum, Gall- ardo höfuðsmanni, og nokkrum undir- foringjum að brjóta sér leið upp á aðra hæð haliarinnar. Þar beið Salvador Allende þeirra í rauðu móttökuherbergi innan um falska stóla í stíl Loðvíks 15., kínverska vasa með drekamynstri og málverk eftir Rugenda. Hann hafði brett upp ermarnar, bar námumannshjálm á höfði, bindislaus, fötin alblóðug. Hann var með vélbyssuna en átti lítið eftir af skotfærum. Allende þekkti Palacios vel. Nokkr- um dögum áður hafði hann sagt við Augusto Olivares að þar færi hættuleg- ur maður með náin tengsl við banda- ríska sendiráðið. Þegar Allende sá hann birtast í stigaopinu hrópaði hann: „Svik- ari!“ og skaut hann í höndina. Að sögn sjónarvottar sem bað mig að nafngreina sig ekki féll forsetinn í skot- bardaga við þennan lýð. Síðan skutu Þess vegna varð Allende að deyja foringjarnir á lík hans hver eftir annan eins og um helgiathöfn væri að ræða. Loks misþyrmdi undirforingi einn and- liti hans með riffilskefti sínu. Það er til ljósmynd af þessu: Juan Enrique Lira Ijósmyndari við dagblaðið E1 Mercurio tók hana. Hann var sá eini sem fékk að Ijósmynda líkið. Það var svo afskræmt að þegar konu hans, Hortensíu Allende, var sýnt líkið á börunum var henni meinað að afhjúpa andlitið. Hann hefði orðið 64 ára í júlímánuði árið eftir. Það hillti undir að ævistarf hans bæri árangur. En örlagadísirnar gátu ekki unnt honum þeirrar ánægju. Þær áttu ekki annað aflögum en sjald- gæfan og dapurlegan hetjudauða í vopn- aðri vörn fyrir þeirri tímaskekkju sem nefnd er borgaraleg lög, í vörn fyrir hæstarétti sem hafði afneitað honum en lagði blessun sína yfir morðingja hans, í vörn fyrir auðvirðilegu þingi sem lýst hafði hann ólögmætan en kraup í duft- ið fyrir valdræningjunum, í vörn fyrir athafnafrelsi andstöðuflokkanna sem selt höfðu fasismanum sál sína, í vörn fyrir ormétnum stoðum þess rotna kerfis sem hann hafði einsett sér að bylta án þess að hleypa af skoti. Þessi harmleikur varð í Chíle og Chílenar verða að þola af- leiðingar hans. En á blöð sögunnar verð- ur skráð að við höfum öll tekið þátt í honum, börn þessara tíma, og hann verður greyptur í vitund okkar um alla framtíð. Þröstur Haraldsson þýddi úr New Statesman. Gabriel García Márquez er kolombiskur skáldsagnahöfundur, fæddur 1928. Víðkunnust bóka hans er skáldsagan Cien aiíos de soledad, kom út 1967, og mun óhætt að segja að fáum skáldsögum þessara ára verði til hennar jafnað. Ensk þýðing hennar, One Hundred Years of Solitude, er fáanleg. 235
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.