Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 12
Tímarit Máls og menningar góðar bókmenntir og rangar hugmyndir slæmar; mér er nær að halda að þessu sé öfugt farið: að höfundar hafi ekki nema gott af því að hafa sem allra fráleitastar firrur. Eg nefni hina vitfirrtu spámenn Biblíunnar, gælur Ham- suns við Blóð og Jörð . . . Það er að minnsta kosti hollt hverju bókmennta- verki að eitthvert hugmyndalegt stríð eigi sér stað í hugskoti höfundar. Og í leiðinni er rétt að mótmæla þeirri vinsælu kennisetningu sem hver étur nú upp eftir öðrum að ekki megi predika í skáldskap og nægir að nefna einn vellukkaðan predikara: Predikarann. Eg gæti reyndar nefnt öllu fleiri dæmi um afleita predikara, en það er ekki endilega vegna ranghugmynda heldur vegna þess að þeir valda ekki þessu bókmenntaformi, hafa ekki tæknina á valdi sínu. Ef til vill snýst þetta aðeins um að vera trúr sjálfum sér, elta ekki maóista, skrifa ekki eins og allir hinir. Við þurfum umfram allt á fjölbreytni að halda. Allir eru að tala um hugarflugið, en sú gáfa er því miður ekki öllum gefin, sumum lætur vel að skrifa skýrslubókmenntir — við þurfum þær líka, hafið er stórt. Ef við reynum að rýna gegnum það þokumistur sem umlykur enn jóla- bækurnar verður fyrst fyrir okkur hinn sterki formvilji sem er nú allsráð- andi tuttugu árum eftir grein Kristins. Og sá formvilji beinist að byggingu verkanna. Alls staðar er saga í sögunni, menn skrifa á tveimur plönum, láta fortíð spegla nútíð og öfugt og hið sama gildir um tengsl veruleika og skáldskapar — þetta minnir allt dálítið á Nafn rósarinnar sem var á þremur plönum. En formviljinn beinist síður að málinu, stílnum; þeir sem skrifa ekki reiprennandi hversdagsmál eru gefnir fyrir spakmælatexta. Það sjást litlir tilburðir til þess að búa til sjálfstæðan málheim, til mælskutilþrifa eða ljóðrænna málleikja — sem er ekki það sama og orðaleikir. Höfundar hafa almennt ekki sagt sig alveg úr lögum við veruleikann, þó þeir séu farnir að gera sér grein fyrir séreðli skáldskaparins — að hann sé sjálfstæður heimur — því er þetta planabrölt á þeim. Margir formviljugir höfundar sem áttu bækur núna komu einmitt fram sem formnauðugir nýraunsæispennar á sínum tíma: Vésteinn Lúðvíksson, Guðlaugur Arason, Pétur Gunnarsson, Hafliði Vilhelmsson og þar til hliðar Stefanía Þorgrímsdóttir sem kom seinna fram og tekur að þessu sinni ekki þátt í þessum leik með veruleika og skáldskap heldur skrifar „venjulega“ skáldsögu þar sem treyst er á hina listrænu blekkingu. Það ætti þá að gefast tækifæri til að átta sig ögn á því hvað nýraunsæi hópurinn er að hugsa núna eftir útreiðina sem hann hefur fengið undanfarin ár, og hefur verið hvössust og skilmerkilegust hjá Matthíasi Viðari Sæmundssyni. Sóla Sóla Guðlaugs Arasonar er bæði söguleg skáldsaga og innlegg í Umræðuna — ádeilurit um tiltekið réttarfarslegt þjóðfélagsvandamál, en 138
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.