Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 12
Tímarit Máls og menningar
góðar bókmenntir og rangar hugmyndir slæmar; mér er nær að halda að
þessu sé öfugt farið: að höfundar hafi ekki nema gott af því að hafa sem allra
fráleitastar firrur. Eg nefni hina vitfirrtu spámenn Biblíunnar, gælur Ham-
suns við Blóð og Jörð . . . Það er að minnsta kosti hollt hverju bókmennta-
verki að eitthvert hugmyndalegt stríð eigi sér stað í hugskoti höfundar. Og í
leiðinni er rétt að mótmæla þeirri vinsælu kennisetningu sem hver étur nú
upp eftir öðrum að ekki megi predika í skáldskap og nægir að nefna einn
vellukkaðan predikara: Predikarann. Eg gæti reyndar nefnt öllu fleiri dæmi
um afleita predikara, en það er ekki endilega vegna ranghugmynda heldur
vegna þess að þeir valda ekki þessu bókmenntaformi, hafa ekki tæknina á
valdi sínu. Ef til vill snýst þetta aðeins um að vera trúr sjálfum sér, elta ekki
maóista, skrifa ekki eins og allir hinir. Við þurfum umfram allt á fjölbreytni
að halda. Allir eru að tala um hugarflugið, en sú gáfa er því miður ekki
öllum gefin, sumum lætur vel að skrifa skýrslubókmenntir — við þurfum
þær líka, hafið er stórt.
Ef við reynum að rýna gegnum það þokumistur sem umlykur enn jóla-
bækurnar verður fyrst fyrir okkur hinn sterki formvilji sem er nú allsráð-
andi tuttugu árum eftir grein Kristins. Og sá formvilji beinist að byggingu
verkanna. Alls staðar er saga í sögunni, menn skrifa á tveimur plönum, láta
fortíð spegla nútíð og öfugt og hið sama gildir um tengsl veruleika og
skáldskapar — þetta minnir allt dálítið á Nafn rósarinnar sem var á þremur
plönum. En formviljinn beinist síður að málinu, stílnum; þeir sem skrifa
ekki reiprennandi hversdagsmál eru gefnir fyrir spakmælatexta. Það sjást
litlir tilburðir til þess að búa til sjálfstæðan málheim, til mælskutilþrifa eða
ljóðrænna málleikja — sem er ekki það sama og orðaleikir. Höfundar hafa
almennt ekki sagt sig alveg úr lögum við veruleikann, þó þeir séu farnir að
gera sér grein fyrir séreðli skáldskaparins — að hann sé sjálfstæður heimur —
því er þetta planabrölt á þeim.
Margir formviljugir höfundar sem áttu bækur núna komu einmitt fram
sem formnauðugir nýraunsæispennar á sínum tíma: Vésteinn Lúðvíksson,
Guðlaugur Arason, Pétur Gunnarsson, Hafliði Vilhelmsson og þar til hliðar
Stefanía Þorgrímsdóttir sem kom seinna fram og tekur að þessu sinni ekki
þátt í þessum leik með veruleika og skáldskap heldur skrifar „venjulega“
skáldsögu þar sem treyst er á hina listrænu blekkingu. Það ætti þá að gefast
tækifæri til að átta sig ögn á því hvað nýraunsæi hópurinn er að hugsa núna
eftir útreiðina sem hann hefur fengið undanfarin ár, og hefur verið hvössust
og skilmerkilegust hjá Matthíasi Viðari Sæmundssyni.
Sóla Sóla Guðlaugs Arasonar er bæði söguleg skáldsaga og innlegg í
Umræðuna — ádeilurit um tiltekið réttarfarslegt þjóðfélagsvandamál, en
138