Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 14
Tímarit Máls og menningar stendur fyrir eilífð, talan tólf eru postularnir. Hitt er þó nærtækara að tengja þessa kvenmynd eilífðarinnar þeirri áttföldu braut sem búddatrú byggir á. Það kann að virðast fráleitt að tala um þessa bók í sömu andrá og nýja raunsæið, eða bók Guðlaugs Arasonar sem öðrum þræði er ætlað að vekja til umhugsunar um réttarstöðu fráskilinna feðra, eða kannski yfirleitt eitt eða annað; hvers vegna að vera svo sem að tala eitthvað um þessa bók? — réttast væri að þegja bara að loknum lestri hennar og láta sálu sína þenkja eða stara á til dæmis spýtu og segja ömm: „Góða kalla ég þá spotta sem liggja inn,“ segir Oktavía við skáldið sem orti til hennar ljóð og biður hann að þrástagast á þeim setningum í ljóði sínu sem höfðu góða spotta, eru ávísanir á raunverulegar kenndir en ekki glamur hefðarinnar. En — það er þessi trú að bókmenntir skuli bera fram göfugar hugmyndir sem réttlæti að einhverju marki þá áráttu skálda að vera sífellt að ljúga, telja fólki trú um eitthvað sem aldrei var, sú vitneskja nagar og eins gott að hægt sé að vísa til frambærilegrar ástæðu fyrir skröksögunum. Gildi bókmenntanna kemur þá að nokkru að utan; líkami sögunnar þarf að styðjast við hækju veruleikans. Vésteinn notar gáfu sína til þess að setja fram altækt hugmyndakerfi sem í þessu tilfelli er Zen-búddismi en var áður marxismi, nema munurinn er sá að fyrrnefnda kerfið skýrir allt með því að skýra ekkert. Og sá munur skiptir máli. Það hugsanakerfi sem Vésteinn hefur sökkt sér ofan í núna veitir honum miklu meira svigrúm til að skálda heldur en nokkurn tíma marxisminn enda mun vera meðal Zenbúddista rík hefð fyrir hrekkjalómasögum af svipuðu tagi og hér eru: fávís lærisveinn spyr til dæmis heimskulegrar spurningar — sem almenningi kann að þykja góð og gild að vísu — og meistarinn svarar í norður eða rýkur á lærisveininn og lemur hann eða gerir eitthvað annað af sjálfsprottinni djúpvisku til að opna augu hins. Hér er allt lagt upp úr þverstæðum, óútreiknanlegu framferði, afstæði tíma og rúms, óhöndlanlegri fegurð og oft er rækilega klippt á samband orðs og merkingarmiðs þess sem við göngum í daglegu lífi út frá. Og um leið er orðum mjög vantreyst sem merkingarbærum miðlum ein- hvers skírra, einhvers blárra, og listin getur ekki haft markmið í sjálfri sér, hún getur miðlað grun, bent á veg, það er allt og sumt: hún er ekki vegurinn. Eða eins og segir í áttundu sögu tólfta manns um hina stöðugu veislu bókmennta og lista sem Oktavía er hætt að sækja að staðaldri — gestgjafarnir hafa orðið: „Fleiri og fleiri setjast hér að, og við kunnum engin ráð til að sýna þeim framá að lyktin af því, sem hér er ekki, er ekki lyktin af því, sem er hér.“ (99). Margir tala um kollsteypur og kúvendingar hjá Vésteini. Þá er gengið út frá því að Gunnar og Kjartan og Eftirþankar fóhönnu hafi verið formúlu- bækur í anda sósíalrealismans eftir módernismann í Átta raddir úr pípulögn, 140
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.